Heimilisritið - 01.06.1949, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.06.1949, Blaðsíða 6
])ið genguð úr vegi fyrir mér. Á ég að trúa því bróðir minn að það hafi ekki verið þung spor sem þú gekkst þá inn í hliðar- götuna? Þá um kvöldið bragðaði ég áfengi í fyrsta sinn. O, bróðir minn hvað ég elsk- aði þig — svo mikið elskaði ég þig að ég hét því að brjóta nið- ur allt sem þú hafðir byggt. Ökyklleiki okkar og vinátta var sá grunnur sem líf mitt var reist. á, samtvinnað eðli mínu án vit- undar, sjálfsagður veruleiki sem aldrei myndi bresta. Og nú var hann brostinn. Hvað varðaði mig þá um siðferði, um málið okkar, þjóðernið, landið? Föður- land mitt hafði horfið með þér. Eg svallaði eins og' skepna, tal- aði einungis enska tungu með þessum voðalega ameríska hreim, kallaði ykkur eskimóa, landið Tlie iceside oj Hell og afneitaði þjóðerni mínu. Og þeir hlógu þessir „svínöldu idjótar“. Eg var stjarnan í hverjum Kamp og' Henry var montinn af mér. Eg hætti að vinna, hann var ríkur og dollararnir fuku. Stundum vaknaði ég með sam- vizkubiti að morgni, en barði það niður jafnharðan. Aldrei skvldi ég gefast upp fyrir þér. Heldur skyldi ég glata himni og jörð. Henry var darling — að vísu átti hann til að' verða rudda- fenginn með víni og sást jafn- vel ekki íyrir ef hann drakk lengi. Stelpurnar hvísluðu að ég léti hvern liafa mig sem vildi. Það var lygi — það var öfund, þær sáu að þeir sóttust meira eftir mér en þessum gæsum sem voru reiðubúnar að leggjast hve- nær sem þeir lyftu hendi. Til dæmis kynntist ég indælum manni, háttsettum, sem ávítti mig íyrir drykkjuskapinn og bauð mér öll gæði veraldar ef ég yrði konan hans. En ég hló að honum. Eg var ekki.hóra, ég elskaði einn mann. 0, Henry MacNoir. Menntaði heimsking- inn minn með' gróðurlykt am- erískrar frjómoldar í vit.um, sterkur sem sléttuuxi. villtari en hafið sem skiliir lönd okkar, heitari en eldfjall. Ilow much 1 hated you in my love. Nú fer ég bráðum heim, mamma er orðin hrædd um mig. Hún hefur verið mér ósköp góð síðan ég kom af Kleppi, en hún heldur að ég sé \reik ennþá. Mér er næstum batnað. Hvernig gæti ég talað við þig ef mér væri ekki batnað. En aldrei mun ég finna það sem var, það er horf- ið. Sólin er ennþá hátt á loíti og hlýtt hérna milli leiðanna. Þetta er friðsæll staður. Það er gömul kona hérna skammt frá og dytt- ar að blómareit. Ég ætla líka að gróðurSetja falleg blóm hjá þér. 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.