Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 14
eftir húsi Daves, sem stóð' skammt frá veginum. Allir gluggar voru dimmir. Sennilega, væri enginn heima . . . og hann var glorhungraður. Hann athug- aði umhverfið vandlega, og þeg- ar hann sá dálítinn trjálund skammt frá húsinu, þar sem hann gæti falið bílinn, ók hann aftur á bak inn milli trjánna . . . og stökk síðan út úr bílnum. Engin manneskja var sjáanleg, svo hann gat rólegur farið inn og leitað sér að bita. Hann læddist varlega að bakhlið hússins . . . og þegar hann fann opinn glugga, hugsaði hann sig ekki lengi um, en vatt sér inn í eld- húsið yfir lágan karminn. Hratt og hljóðlega gekk hann frá einu herbergi til annars, og glotti ánægjulega. Það var eins og hann hafð'i getið sér til, ekki nokkur sála heima. Eftir andartak var hann aftur kominn fram í eldhús og rann- sakaði matarskápinn. Þar va-r nógur matur og hann tók að seðja hungrið af mikilli græðgi. SPÖLKORN FRÁ húsinu léku tvíburar O’Connors sér á engi Daves. Þeir vissu ósköp vel, að þeir máttu ekki vera úti eftir að dimmt var orðið, en pabbi sat eins og venjulega yfir öli hjá Jeffrie ... og mamma var í kaffiboði hjá frú Murphy. Auk þess voru þeir búnir að finna sér afar skemmtilegan leik, sem þeir vildu ógjarnan hætta strax. Bill hafði náð í eldspýtnastokk og nú léku þessir tveir sjö ára snáð- ar skógarbruna. Það' tor þannig fram, að þeir kveiktu í þurri sin- unni frá sumrinu. Þegar eldur- inn var orðinn allmikill létust þeir verða slökkviliðsmenn, sem komu til að slökkva brunann . . . og slökkvistarfið var fólgið í því, að þeir börðu eldinn með trjá- greinum. En nú var þessi ágæti leikur brátt á enda, því þeir áttu aðeins eina eldspýtu eftir. Jack kveikti og Bill gerðist slökkviliðsmaður. Þegar því var lokið, fleygði hann fj-á sér greininni og andvarpaði: „Það er búið, nú verðum við að fara heim“, sagði hann gram- ur. „En við getum verið Indíán- ar á leiðinni og farið gegnum skóginn“. Bill var til í það og svo þustu þessir tveir Indíánar af stað gegnum skóginn. Hefðu þeir staldrað við mínútu lengur, myndu þeir hafa séð ofurlítinn loga koma upp . . . hann óx og breiddist út, nú nálgaðist hann þurra, samanborna heyið hans Dave. Það kviknaði í því og log- inn magnaðist . . . GEORG SANDERS, flug- ínaður á miðvesturleiðinni, var 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.