Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 18
mannsins og'lagði báðar liend- urnar um háls honum. „Þakka!“ hvíslaði hún og þrýsti kossi á kinn honum. Dave var í sjöunda himni. Hann tók varla eftir því, að Waldorf klappaði á öxlina á honum og sagði: „Ungi maður, hetjudáð yðar skal verða ríkulega launuð!“ Dave rankaði raunar fyrst við sér, þegar hinn alvörugefni herra með skjalatöskuna kom til hans og sagði hátíðlega: „Með snarræði yðar liafið þér gert ríkisstjórninni ómetanlegt gagn. Mikilvægum, óbætaideg- um skjölum var bjargað' frá • eyðileggingu . . . þér munuð fá viðeigandi viðurkenningu. Og svo þyrfti ég helst að komast í síma“. „Já, það er einungis sími hjá kaupmanninum og svo hjá Jeffr- ies . . . en nú er lokað hjá kaup- manninum, svo þér verðið að koma til Jeffries, ef þér þurfið endilega að síma. Eg fer þangað rétt strax, svo við getum orð'ið samferða . . .“ MAÐURINN í eldhúsinu hrökk við, þegar hann heyrði raddir og skildi, að margt fólk nálgaðist. Hann stakk hendinni í vasann og tók upp skamm- byssu. Svo beið hann við glugg- ann. Hann beit á jaxlinn. Höfðu þeir þegar þefað hann uppi? Sennilega myndu þeir byrja á því að brjóta upp aðaldyrnar og þá gæti hann læðst út um kjall- aragluggann og komist til bíls- ins. Ef þeir umkringdu húsið, skyldi hann selja líf sitt svo dýrt sem auðið yrði! Hann læsti fingrunum um skammbyssuna. Þegar fólkið nálgaðist húsið, kom Dave í hug, að eldhús- glugginn væri opinn, svo hann gæti rekið höndina inn og tekið pípuna, sem lá á borðinu. Með því móti gæti hann komizt hjá því, að allt þetta ókunna fólk færi inn í lnisið . . . og Gloria de Simone þurfti ekki að komast að því, hversu fátæklega hann bjó. „Bíðið hérna“, sagði hann. „Ég fer bakdyramegin“. Þan héldu áfram heim að framhlið hússins, en Dave gekk að bakhliðinni . . . og sá mann vera að skríða út um eldhús- gluggann! T þeirri trú, að það væri einhver landshornaflakk- ari, sem hefði farið inn til að stela sér mat, stökk Dave í átt til hans . . . en hann brá skjótt við, og Dave hevrði kúlu þjóta yfir höfði sér. T næstu andrá réðist Dave á manninn, jireif með vinstri hendi um höndina með skammbyssunni . . . en með þeirri hægri greiddi hann mann- inum vel úti látið hökuhögg. Án 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.