Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 41
„Ef þú ert heppinn hittir þú hana í krá Moksies. Þar er hún vön að halda sig. Whiskydrottn- ingin er hún kölluð“. Fremer bölvaði. „Hvar fær hún peninga til þess, drengur minn?“ Drengurinn dró augað í pung. „Moksie er ekki smeykur við að lána henni“. Svo hvíslaði hann. „Hvað stendur um þig í blaðinu! Þeir lofa fimm þúsund dollurum fyrir þig, dauðari eða lifandi. Hvað' segir þú um það, Iagsmaður?“ En hinn var þegar horfinn út í myrkrið. Maðurinn haltraði niður á bryggju og las blaðið’ í skímu frá daufu götuljósi. Fimm þús- und! Hann fitjaði upp á trýnið eins og úlfur og haltraði aftur af stað. Það var liðið fram yfir mið- nætti og næstum tómt hjá Moksie, þegar hann læddist inn úr dyrunum. Hann gekk beint að barnum. „Haltu kjafti og láttu ekki á neinu bera“, urraði hann og horfði hvasst í augun á Moksie. „Ég hef byssu, sem skotið kynni að hlaupa úr, í vasa mín- um. Hvar er stúlka Franchinis?“ Moksie kinkaði þrjóskulega kolli í áttina að dimmu horni, þar sem ljóshærð stúlka sat ein við borð. Fremer haltraði þangað og settist andspænis henni. Hún var tuttugu og átta ára og frem- ur lagleg, með drungaleg augu og bjarta húð. En hendur henn- ar skulfu. Hann rétti henni blaðið þegjandi og benti. „Já, hvað svo?“ geipsaði hún. „Þú ert ekki sá eini, sem ert fimm þúsunda virði. Þeir ná þér áreiðanlega aftur. Hvað' viltu mér?“ Hann talaði hratt, hásum rómi: „Heyrðu nú, elskan mín. Eg hef ekki komið undir hús- þak í fjörutíu og átta klukku- tíma. Et' ég fæ ekki stað til að fela mig, er úti um mig .. .“ Hann leit löngunaraugum á glasið hennar, og hún ýtti því til hans. „Eg verð að ná sam- bandi við Franchini. Reyndu ekki að segja mér, að þú vitir ekki hvar hann er. Þeir eru einn- ig að svipast um eftir honum með fimm þúsund, er ekki svo? Og þú ert stúlkan hans, eð'a hvað. Jæja þá?“ Hún leit upp og horfði á hann með ofurlitlum áhuga. Hann hélt áfram hvíslandi: „Ég talaði við Marelli í kvöld. Hann getur hjálpað mér og Franchini burt; ef við getum falið okkur í tvo daga. Ef þú fylgir mér ekki til Franchini, ná þeir mér strax og þá erum við báðir búnir að vera. Eg hef alla HEIMILISRITIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.