Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 51
„í, það er sannarlega gaman að sjá þig aftur“. „Langar þig til að gera nokk- uð sérstakt í kvöld?“ „Ne-ei“, Júlia var hikandi. „Hvað langar þig sjálfan til?“ Hann leit íbygginn á hana. „Dansa?“ spurði hann. „Gjarnan, ef þig langar til“. Júlía minntist allt í einu af- mælishófsins í stóra, spegilþakta danssalnum í Embassy-veitinga- húsinu. „Embassy er hreint ekki svo afleitt“, sagði hún með rödd, sem gaf til kynna, að hún væri nákunnug þeim stað. „Gott. Þá segjum við Em- bassy“. Hann var í bíl íoreldra sinna. Aður fyrr voru þau vön að hjóla til sportklúbbsins og leika borðtennis. A eftir stönzuðu þau hjá Smokey og borðuðu pylsur, og dönsuðu síð'an jitter- bug eftir grammófón. En nú var allt orðið öðruvísi. Nú voru þau ekki börn lengur. Nú fóru þau í Embassy. Þau ræddust við eins og tvær bráð'ókunnugar manneskjur. Öll forna hlýjan og félagsandinn var á bak og burt, og í þess stað komin óframfærni, sem gerði samtal þeirra tilgerðarlegt og leiðinlegt. Stöðugt urðu langar þagnir, sem voru í algeru ósam- ræmi við eðlilega rósemi þeirra áð'ur fyrr. Brosið stirðnaði á HEIMILISRITIÐ vörum Júlíu. Hjarta hennar herptist saman af sorg yfir því, að allt skyldi vera orðið svona öfugsnúið þeirra í milli. Þegar hún þoldi ekki við öllu lengur, sagði hún hæglátlega: „Hefurðu nokkuð á móti því, að við förum heim nú, Scott? Það hefur verið' afar gaman, en ég — ég hef svo ægilega mikinn höf- uðverk“. Þau buðu hvort öðru góða nótt við dyrnar hjá Júlíu.. „Eg vona, að höfuð'verkurinn líði hjá“, sagði Scott og þrýsti hönd hennar lítið eitt. „Sjáumst bráð- um aftur“. Tárin brutust fram í augu Júlíu, þegar hún fór inn. Hún sá sjálfri sér bregða fyrir í spegl- inum í forstofunni — það var dapurleg mynd. Tárvott andlitið var hlægilegt útlits undir litla, kjánalega hattinum hennar Lindu. Hvern hélztu eiginlega að þú gætir gabbað’, stelpukind? hugsaði hún þrevtt. Nóttin varð löng með gráti og órólegum draumum. Hún lét sem hún svæfi lengi frameftir, og með því að það var laugar- dagur, ónáðaði enginn hana. Þegar hún kom niður um ellefu- leytið, með hárið fléttað í tíkar- spena með rauðar slaufur og í bláum samfesting og gamalli, tíglóttri skyrtu, voru allir farnir út. Hún settist við eldhúsborðið, 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.