Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 57
Hringferð Saga eftir gamansagnahöfundinn fræga, W. W. Jacobs LASLEIKI? sagði nætur- vörðurinn seinlega. Já, sjómenn verða stundum veikir, en þar sem þeir hafa ekki eins góðan tíma til þess og annað fólk, og engir læknar eru til sjós, ná þeir sér fljótlega aftur. Ef maður verður veikur í landi, fer hann á spítala, þar sem laglegar hjúkr- unarkonur annast hann; á sjón- um kemur stýrimaður niður og segir, að ekkert gangi að manni og spyr, hvort hann skammist sín ekki. Eini stýrimaðurinn, sem ég veit til að hafi látið nokkra samúð í ljós, var ná- ungi, sem hafði verið læknir og farið til sjós til þess að verða betri maður. Hann hafði enga trú á lyfjum; lians aðferð var að skera meinin burt. Ef liann ætl- aði að krukka í einhvern um borð, mátti hann þakka sínum sæla að sleppa sjálfur ómeiddur. Sjómenn verða oftar veikir í landi en úti á sjó; þeir hafa þá betri tíma til þess, býst ég við. Sam gamli Small, sem var eitt sinn kunningi minn, varð einu sinni lasinn, og, eins og oft er um hrausta menn, sem verður ofur- lítið misdægurt, varð' hann sann- færður um, að hann væri að deyja. Hann bjó í herbergi með Ginger Dick og Peter Russet þegar þetta var, og snemma einn morguninn vaknar hann stynj- andi með kuldahrolli, sem hann vissi ekki af hverju gæti stafað, en Ginger áleit að mætti að ein- hverju leyti kenna því, að hann hefði sofið inni í arninum. „Ert það þú, Sam?“ segir Ginger, sem vaknaði við hávað- ann og neri augun. „Hvað er að?“ „Eg er að deyja“, segir Sam og stynur hroðalega. „Vertu sæll“, segir Ginger, snýr sér til veggjar og steinsofnar á ný. Sam gamli gat skreiðst á fæt- ur í annarri eða þriðju tilraun, staulaðist að rúmi Peters Russ- ets og settist á það til fóta, HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.