Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 58
stynjandi, þangað til Peter \-aknaði afar úrillur og reyndi að sparka honum burt. „Eg er að deyja, Peter“, sagði Sam og velti sér út af, grufði andlitið niður í sængina og sparkaði. Peter, sem varð ofnr- h'tið smeykur, settist upp og kallaði til Gingers, og þegar hann hafði kallað tíu, tuttugu sinnum, hálfvaknaði Ginger og spurði, hvað um væri að vera. „Aumingja Sam gamli er að deyja“, segir Peter. „Ég veit það“, segir Ginger, leggst út af á ný og bælir sig niðnr í koddann. „Hann sagði mér það rétt áðan. Ég er búinn að kveðja hann“. Peter Russet spurði hann, hvar hjartað í honum vær, en Ginger var sofnaður aftur. Svo settist Peter upp í rúminu og reyndi að hughreysta Sam, og hlustaði meðan sá síðarnefndi lýsti því, hvernig það væri að deyja. Hann væri ískaldur og sjóðheitur frá hvirfli til ilja, brennandi og skjálfandi samtím- is, með innvortisverki, sem hann gæti alls ekki lýst, þótt hann reyndi. „Því verður bráðum lokið, Sam“, segir Peter hlýlega, „og þá er allt andstreymi á enda fyr- ir þér. Meðan við Ginger verð’- um að hrekjast. úti á sjó og reyna að vinna fyrir brauði til að halda í okkur lífinu, hvílir þú í ró og íriði“. Sam stundi. „Mig langar ekk- er til að vera alltof rólegur", seg- ir hann. „Ég hef alltaf verið gef- inn fyrir gaman — saklaust gaman“. Peter hóstaði. „Þið Ginger hafið verið góðir félagar“, segir Sam, „það er hart að þurfa að skiljast við ykkur“. „Við hljótum allir að devja fyrr eða síðar“, segir Peter huggandi. „Ég er steinhissa, að þú skulir hafa enzt svona lengi, eins og þú hefur hegðað þér“. „Hegðað mér?“ segir Sam og sezt allt í einu upp. „Hvað vilt þú, bölvaður apaumskiþtingur- inn og merarsonurinn; ég skyhli fleygja þér út um gluggann fvr- ir tvo aura“. „Talaðu ekki svona á dánar- beði“, segir Peter skeltingu lost- inn. Sam var í þann veginn að svara ónotum aftur, en rétt í því fékk hann slíkar kvalir, að hann veltist um á rúminu og stundi svo hroðalega, að Ginger vaknaði aftur og fór fram úr. „Auminga Sam gamli!“ segir hann, gengur til hans og virðir hann fyrir sér. „Hefurðu nokk- urs staðar verk?“ „Verk?“ segir Sam. „Verk? Ég er ekkert nema tómir verkir frá hvirfli til ilja“. 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.