Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 59
Ginger og Peter litu á hann og hristu höfuðið, og svo fóru þeir út í horn og töluð'u um hann í hvíslingum. „Hann virðist næstum dauð- ur“, segir Peter og starir á hann. „Við skulum hátta hann, Ginger; það er ekki viðeigandi að láta hann deyja í fötunum“. „Eg verð að fá Iækni“, segir Sam veikri röddu. „Það er orðið of seint, Sam“, segir Ginger góðlátlega. „Bezt fyrir þig að vera í næði síðustu andvörpin“, segir Peter, og spara aurana þína“. „Þið farið' og sækið lækni, morðingjarnir ykkar“, segir Sam stynjandi, í því Peter byrjaði að hátta.hann. „Farið strax, annars geng ég aftur og ásæki ykkur“. Ginger reyndi að sýna honum fram á, hversu syndsamlegt væri að sóa peningum, en það kom að engu gagni, og eftir að hafa sagt Peter, hvað hann ætti að gera ef Sam dæi meðan hann væri í burtu, fór hann út. Hann kom hálftíma seinna ásamt ung- um manni með ljóst hár, rauð augnalok og svarta tösku. „Er ég að deyja, herra lækn- ir?“ segir Sam, er læknirinn hafði hlustað í honum lungun og hjartað og þuklað hann allan. „Við deyjum allir“, segir læknirinn", sumir fyrr, aðrir síð- „Lifir hann daginn af?“ segir Ginger. Læknirinn leit aftur á Sam, sem hélt niðri í sér andanum meðan hann beið eftir svarinu. „Já“, segir læknirinn að lokum, „ef hann gerir eins og ég segi honum og tekur inn með'alið, sem ég sendi honum“. Hann stóð ekki við í svo mik- ið sem tíu mínútur, en þó varð Sam vesalingurinn að borga honum tuttugu krónur, en það, sem Sam sárnaði jafnvel ennþá meir, var að lieyra hann ganga blístrandi glaðlega niður stig- ann, eins og ekki væri nokkur deyjandi maður í hundrað mílna fjarlægð. Peter og Ginger skiptust á um að sitja hjá Sam allan morg- uninn, en eftir hádegið kom móðir húsmóðurinnar til að líta eftir honum um stund. Þetta var gömul kerling, næstum eins þrekvaxin og Sam sjálfur. Hún sat á stól við rúmstokkinn og reyndi að skemmta honum með því að segja honum frá öllum þeim dánarbeðum, sem hún hefði setið við, einkanlega varð henni tíðrætt um einn mann, lifandi eftirmynd Sams, sem hefði látizt í svefni. Það var langt liðið á nótt, þegar Peter og Ginger konm heim, en þeir fundu Sam sitjandi uppi í rúm- inu, haldandi opnum augunum HEIMILISRITIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.