Heimilisritið - 01.09.1949, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.09.1949, Blaðsíða 7
dagur skipta ekki máli fyrir þann, sem telur sekúndurnar. Og það, sem kvelur mest, er vit- undin um vonleysi biðarinnar — allsleysið' í lífi manns. Það eru ekki liðin nema sjö ár síðan þetta gerðist, því sem ég var að segja yður frá, en lítið þér á mig og sjáið, hvernig þessi sjö ár hafa margfaldast í útliti mínu. Grátt hár, fölt andlit, kinnfiskasogið og hrukkótt, lotnar herðar og deyfð í augun- um. Haldið þér að' ég hafi litið svona út fyrir sjö árum? — Nei, auðvitað ekki! — Nú er ég fá- tækur maður. Eg hef enga löng- un til að afla mér fjár, — hef glatað allri metnaðargirni. A kvöldin sit ég einn heima og móki hugsunarlaust og líð vítis- kvalir. Svo kemur nóttin og ég vaki hana hálfa vegna þess mér er varnað svefns af allskyns hugarórum, sem neita mér um alla hvíld, órum, sem eru sífellt á ferli og aldrei verða keyrðir niður. — Hversvegna ég frem ekki sjálfsmorð? Það er von þér spyrjið'. En ég vil ekki deyja fyr en hún deyr, það er hið einfalda svar. Á meðan hún er hér ofan- jarðar þá vil ég vera það líka, en ekki lengur. Það liðu fimm ár án þess ég sæi þau. Ég frétti þau hefðu eignast dóttur eftir tæplega tveggja ára hjónaband. En farið nú, í huganum, með mér, þegar ég gekk niður göt- una, þar sem þau búa, og sjáið það sem ég sá og heyrði, sé og heyri, og spyrjið' svo hver sé til- gangur lífsins! Það er sólbjartur sumardagur. Ég geng hægt eftir götunni og lít forvitnislega á gamalkunnug húsin og fallega, vel hirta garð- ana í kringum þau. Ung og hraustleg börn leika sér á göt- unni og í görðunum. Þau eru falleg og saklaus, og ég skynja í þeim fegurð og unaðssemdir lífsins, þetta óslökkvandi sak- leysi, sem býr með manninum á meðan hann er barn. Þarna leika blessuð börnin sér glöð og ánægð einsog þau eru vön, og ég verð gripinn ljúfum friði, sem ég hef verið án í mörg ár. Loks sé ég fram undan mér húsið, sem bróðir minn og konan mín fyrrverandi búa í ásamt dóttur sinni. Það er sama húsið og ég bjó í hjá foreldrum mínum, með bróður mínum og svo með nú- verandi konu bróður míns. Þegar ég kem nær húsinu, sé ég Loka leika við litla telpu í garðinum fyrir framan húsið. Ég veit með sjálfum mér, að þetta er dóttir hans og Sigynar. Þau eru í eltingarleik og hlaupa og ærslast í garðinum. Loki er að elta telpuna, og hún hleypur hlæjandi á undan honum. Allt í HEJMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.