Heimilisritið - 01.09.1949, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.09.1949, Blaðsíða 43
1 myrkri Smásaga eftir Stefán frá Skörðum ÉG HEF VERIÐ myrkfælinn frá því ég fór fyrst að skynja myrkrið og hinn djöfullega seið þess. Bjössi bróðir minn óttaðist ekki myrkrið; hann hló framan í það og lifðí Björtu lífi í sátt við dag og nótt. Við vorum tví- burar, og hann, pattinn sá arna, hló að myrkfælni minni, hló að ótta mínum, og þó var ég nærri þúmlungi hærri en hann. Mér voru sagðar sögur um hinn válega mátt myrkursins, sögur, sem mögnuðu hræðslu mína við nóttina. Ég trúði þeim, og enn trúi ég þeim, því að nú veit ég sannleik þeirra. Myrkrið lýgur aldrei. í EINSTIGNU niður í hvammana vakir draugur um myrkar nætur og bíður, bíður eftir því að færa einhvern til heljar, tortíma honum. Björgin gapa í svartri ógn, tilbúin að gleypa allt og alla, og á dimm- um nóttum má heyra hásan hlátur draugsins, þegar hann sel- ur bein mannanna, sem hafa orðið fórnarlömb hinna rnyrku afla . .. En þrátt fyrir allt þetta var ég á leið til þessa hræðilega staðar, aleinn um dimma haust- nótt, þegar þytur grassins boð- ar ógn og skelfingu, ský hins myrka liimins virðast albúin að hremma hverja lifandi veru, og þungt, voðfellt myrkrið lykur þétt um hvaðeina eins og gröf. Ég átti að' leita fjár niðri í hvömmunum, en til þess að kom- ast nlður í þá varð ég að fara um einstigið. Bjössi bróðir minn ætlaði að ganga fram með kvísl- inni suður af hvömmunum og bíða mín í mónum ofan við ein- stigið ... Ég færðist undan því að' fara niður í hvammana og benti hon- um á, að okkur væri óhætt að sleppa því alveg að leita þar. Hann brosti tvíræðu brosi að þessari tillögu minni, og mér REIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.