Heimilisritið - 01.09.1949, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.09.1949, Blaðsíða 58
unga konu jafnhcilbrigða og Linda Anstey var. Hann var sannfærður um, að Britton læknir myndi vera honum sammála um það. Og gamli Britton vissi, hvað hann söng. Að neðan heyrði hann hlátur og há- vaða, en bry.tinn sagði við liann, alvar- legur á svip: „Ungfrú Marciu langar til að tala við lækninn í borðstofunni“, og vísaði Wyatt þangað. Marcia beið hans þar. Hún sat í sóf- anum og var barnaleg í látbragðj. „Viljið þér færa okkur eitthvað að drekka, Stevens", sagði hún. „Ég vil ekki tefja yður frá skemmt- uninni“, sagði Fergus kurteislega. „Skemmtun! Það er engin skemmt- un í þessu“. Fergus athugaði hana, eins og hún væri gyðja af annarri stjörnu. Hún var svo ólík þejm stúlkum, sem hann hafði kynnzt. „Á hvað eruð þér eiginlega að horfa?“ spurði hún og brosti undarlegu og ynd- islegu brosi og lét skína í óreglulegar tennurnar. Honum varð ljóst, að þetta var óstýrilát stúlka, sem gerði ekki nema það, sem hún vildi sjálf. „Á yður! Nýtízku stúlku, sem minn- ir mig á, að ég er orðinn gamall!" „Yður lízt auðvitað ekki á svoleiðis stúlkur? Þér eruð auðvitað alveg á móti þeim?“ „Alls ekki! Ég hef bara eiginlega ekki kynnzt þeim fyrr!“ Hún fékk sér sígarettu úr öskjunni á borðinu og hallaði sér að honum til þess að láta hann kveikja í henni. „Við erurn skrítnar manneskjur", sagði hún að lokum, „við erurri merki- legt viðfangsefni fyrir vísindamenn eins og yður“. „En maður hefur svo fá tækifæri til að athuga þetta í alvöni", sagði hann brosandi. „Það er nú það, læknir, ef til vill ætti ég að hjálpa yður“. „Þér gerið svo vel að láta mig vita, þegar þér hafið tíma til þess“. „Læknir", sagði hún skyndjlega, al- varleg á svipinn, „yður virðist ég vera heimsk og tilfinningalaus, af því að ég sit ekki uppi og held í höndina á Lindu? Ég hef mér það tjl afsökunar, að ég hef enga trú á, að hún sé veik, að minnsta kosti ekki alvarlega. Það getur ekki verið neitt sérstaklega al- varlegt á ferðum, þó að kona eigi von á barni?“ Hún horfði á hann sakleysislegum augum, en þó var eitthvað eggjandi í svipnum. „Það er rétt, að það er ekkert sér- staklega alvarlegt á ferðum, Marcia, þó að kona eigi barn í vændum“, sagði Fergus blíðlega. Honum fannst það fjar- stæða að nefna þetta barn öðru en for- nafninu. „Það væri óskandi, að fleiri konur skildu það“. „Er Linda systir mín þá alveg heil- brigð?“ „Hún er bara dálítið of þreytt", sagði Fergus varlega. „Já, vjð skulum nefna það því nafni“, sagði hún hæðnislega. Andlit hennar skipti sífellt um svip, það var alltaf ó- rói í því. Hann leit á úrið sitt, klukkan var að verða tvö. „Ég verð að fara að halda af stað til borgarinnar“, sagði hann. 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.