Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 6
ingju lífsins, og þannig — aðeins þannig, vill hann minnast henn- ar, ástmeyjarinnar frá æsku. Nafn hennar skiptir í rauninni engu máli, — og kannske er hann búinn að gleyma því, en samt sem áður er mynd hennar ófölnuð. Þá er gamli maðurinn hefur setið þarna um liríð og gefið sig á vald draumum sínum, er sem veröldin í dag sé liorfin honum. Meira að segja umferðargnýr- inn nær ekki eyrum hans, því að hann er staddur langt aftur í tímanum — á þeirn dögum, þeg- ar enginn bifreið eða vélknúin farartæki óku um veginn nrilli borgarinnar og akranna. OG INNAN stundar hefur gamli maðurinn þokað burtu af bekknum, fyrir ungum, gjörfu- legum og fríðum manni. Þarna situr ungi maðurinn með sólbrúnt andlit og hraust- legt yfirbragð. Það er eins og ofurlítill óróleiki og eftirvænt- ing í svip hans, og við og við verð'ur honum litið niður á veg- inn í áttina til borgarinnar. En hann þarf ekki lengi að bíða þess er hann skyggnist eft- ir. Brátt kemur hann auga á Ijósklædda, dökkhærða stúlku, sem kemur neðan veginn og stefnir upp að beklcnum til hans. Hreyfingar hennar eru mjúklegar og göngulagið létt og frjálsmannlegt. Augun bláu tindra af æskufjöri og glettni, en alvöruþrungi og festa býr í bliki þeirra. Honum þykir sem þessi augu spegli alla fegurð og ger- vallan unað veraldar. Um leið og stúlkan sezt á bekkinn hjá honum, þrýstir hann hvíta og granna hönd hennar innilega. Svo kyssir hann létt á vanga hennar, og hún hall- ar sér að öxl hans. Langa stund sitja þau hljóð og horíast í augu, en augnaráðið segir meira en mörg orð. Þó hef- ur hann unun af að hlýða á mildu og hljómfögru röddina hennar, og umræðuefnin eru óþrjótandi. Og tíminn líður fyrr en varir. Þau veita því naumast eftirtekt að kvölda tekur og það kólnar í veðri. Það er komið undir sól- arlag, og skugga ber á bekkinn af sýrenutrénu, og enn sitja þau þar lengi í forsælunni. Loks standa þau svo upp, og ganga áleiðis inn í borgina. En nú er kvöldinu eytt í fögn- uði í fögrum skeinmtisölum. Þau hrífast af hljómlist og dansi; eru sæl og hamingjusöm, og á- hyggjulausari en fuglar himins- ins. NÓTTIN líður af — og aftur kemur morgun. 4 HEIMILISRITJÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.