Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 10
jók kyn sitt, margfaldaðist og uppfyllti þorpið. Forstjóri dýragarðsins hafði rétt fyrir sér: apaþorpið varð óhemju vinsælt. Fólk kastaði hnetum, brauði og kartöflum til apanna; það skemmti sér við bægslagang þeirra og fylgdist af áhuga með ástarsælu þeirra og fjölskylduerjum. Forstjórinn ákvað að flytja einnig rauðan apakynstofn í apaþorpið. Það' var byggt eitt hús til viðbótar. Þakið var haft ramgerðara. Nýju þorpsbúarnir voru dálítið stærri, höfðu sterk- legri vöðva, voru herskárri að eðlisfari. Fyst í stað gekk allt eins og í sögu. Auðvitað sló í brýnu öðru hverju; en án slagsmála verður víst naumast lifað' til lengdar í samfélagi. Þannig kom brátt á daginn hvor ættkvíslin miatti sín meira, og kvnþáttakúgunin hófst. Meðal rauðu apanna var einn fremstur í flokki — sannkallað'- ur kvalari þeirra gráu. Hann greip hvert tækifæri sem gafst til að erta þá, bíta í hnakka- drembið á þeim eða hækilinn. 1 fyrstu gætti hann þó vel- sæmis í umgengni við apamóð- urina og litla, nakta, fjöruga apakrílið, sem hoppaði við hlið hennar. En loks gat hann ekki setið á strák sínum lengur. Hann laumaðist fimlega að baki henn- ar, greip litla, veikbyggða apa- barnið milli hvítra vígtannanna og sveiflaði sér með eldingar- hraða upp í tréð í sama vet- fangi og móðirin snerist gegn honum, hamstola af bræði. Þetta prakkarastrik kunnu rauðu aparnir vel að meta. Þeir fundu, að þeir höfðu yfirhönd- ina. En jafnframt varð' gráu öp- unum ljóst, að örlög þeirra voru ráðin, og að óumflýjanleg tor- tíming beið hins aldna kynstofns þeirra. Grá skelfing breiddist um apaþorpið. Og brátt fengu verstu grunsemdir þeirra staðfestingu. Rauða harðstjóranum leidd- ist. Hver dagurinn var öðrum lílcur. Hann mætti orðið hvergi teljandi mótspyrnu. Eftir að hann hafði einhverju sinni rekið hrætt fórnardýr út á bláendann á einni trjágreininni og knúð það til að hoppa niður, með þeim af- leiðingum að það fótbrotnaði, hafði enginn gráliðanna árætt upp í tréð. Það var lítil ánægja að því að ræna þá fæðunni — bæði var það of auðvelt, og eins hitt, að hann hafði sjálfur nóg fyrir sig að leggja. Nei, hann varð að finna upp á einhverju nýjú. I leiðindum sínum fór rauði apinn að gera hernaðarlegar at- huganir, valdi sér flokk af skjálf- 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.