Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 11
andi öpum, fleygði sér af hús- þakinu í miðja þvöguna og glefs- aði í hnakkann á þeim, sem hann náði fyrst til; vék síðan spölkorn í burtu, klóraði sér á huppnum og erti og spottaði vesalingana með því að fitja upp á trýnið í átt til þeirra. Gráliðarnir þyrpt- ust aftur saman í hæfilegri fjar- lægð og beindu smáum, samlæg- um augunum að ofsóknara sín- um. Hvert, sem hann vék sér, snerust þeir jafnskjótt í varð- stöðu gagnvart honum, vöktu yfir sérhverri hreyfingu hans og voru reiðubúnir að flýja ef þörf krefði. Ef hann sneri við þeim bakinu eða lagðist til svefns í húsi sínu, áræddu þeir loks að sleikja sár sín, rífa í sig matar- bita, tína lýsnar hver af öðrum og para sig, flóttalega og með skyndingi. Jafnvel þótt lífið væri orðið þeim óbærilegt varð þó að viðhalda því. En þetta var dauðadæmd ættkvísl. Eitt sinn, er rauða apanum leiddist iðjuleysið venju fremur, áræddi einn grálið’anna að gera sér dagamun: hann sveiflaði sér fimlega upp í hringinn yfir vatnsþrónni og tók að róla sér. Þetta sá rauði apinn; hann lét sig falla léttilega niður í skurð- inn, gekk umhverfis apaþoipið, setti á sig staðinn og skaut ó- vænt upp kollinum við vatns- þróna; hann þreif í rófuna á grá- liðanum og svipti honum leiftur- snöggt niður í vatnið. Grái ap- inn synti að þróarbarminum, én þar slapp hann ekki upp að heldur. Hann hafði ekki fyrr fengið handfestu á barminum en sterkur hnefi rauða skelmis- ins dundi á hvirfli hans og þrýsti honum undir vatnsborðið. L'oks hafði rauði apinn upii- götvað skemmtilegan leik. Kraftar gráliðans fjöruðu út. Hann sökk aftur undir yfirborð- ið, og nokkrar loftbólur stigu upp. Þegar apahöfðinu skaut upp í þriðja og síðasta sinn við þróarkamrinn, var það’ létt verk fyrir rauðliðann að ýta því nið- ur aftur og halda því rétt undir vatnsskorpunni. Nú steig ekkert upp framar nema loftbólur. Gráliðarnir sátu álengdar, með glamrandi tönnum og rófuna milli fótanna, og fylgdust með hinu gráa gamni rauðliðans. Rauði apinn hinkraði ögn við þróna, gekk síðan umhverfis hána, álútur og storkandi, sneri loks frá henni og settist, fitjaði upp á trýnið, hristi vota lopp- una, fann baunagras og tók að hreinsa það. Gamanið var búið; enn á ný var lífið tómlegt. En tilraunin hafði gefist vel, og vatnsþróin dró æ meir að sér at- hygli hans. Nú tók hann sjálfur að hrekja í hana ný og ný fórn- ardýr. HEIMILISRITIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.