Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 19
til Parísar næsta sumar. Hún samdi áætlun um ferðina, keypti nýja kjóla handa Lillu og pant- aði farseðla handa þeim öllum þremur. Og hún ætlaði sér að koma Páli og Lillu á óvart með' þessu. Þegar hún kom heim, gekk hún rakleiðis inn í vinnuherbergi Páls og fann þau þar bæði. „Ég hef skemmtilegar fréttir að færa“, sagði hún. „Við förum til Parísar undir eins og Lilla fær fríið, og svo leigjum við okkur hús á Bretagne yfir sumarið. Er þetta ekki góð hugmynd?“ Lilla flutti stól sinn nær Páli og þagði. Hún virtist vera felmtr- uð. „Við Lilla höfum ákveðið að' fara út á baðströndina í sumar“, sagði Páll stillilega. „*\hð erum vön að fara þangað á hverju sumri. Okkur kom ekki til hug- ar að þú gætir tekið þér frí á ár“ „Ég vil helzt fara með pabba“, sagði Lilla. Þetta voru Önnu svo mikil vonbrigði, að hún kom varla upp orð'i. „Þér er sjálfsagt alveg sama, þó ég hafi stritað' í mörg ár til að geta veitt okkur þennan mun- að?“ sagði hún beisklega. Henni vöknaði um augu af gremju. „Mér þykir það leiðinlegt, mamma“, sagði Lilla og stóð upp. Hún var þóttaleg og kurt- eis, og annað ekki. „Það er sjálf- sagt indælt á Bretagne. Við pabbi getum kannske farið þangað næsta sumar“. Svo brosti hún kuldalega og gekk út úr herberginu. Páll stakk bókinni, sem hann hafði verið að lesa í, á sinn stað í bókahillunni. „Okkur þykir það ákaflega leiðinlegt, Anna, en hvernig átti okkur að detta í hug að þú fengir tima til að sinna okkur? Þú hefur verið svo upptekin af öðru — öll þessi ár!“ „Mig hefur alltaf dreymt um þessa ferð síðan ég opnaði verzl- unina“. „En allan þann tíma höfum við Lilla orðið að una félagsskap hvors annars. Við höfum ekki átt neina verzlun, og þess vegna höfum við lært að gleðjast af því litla, sem barst okkur í hendur“. Hann horfði í augi henni. „Ann- ars finnst mér að þú ættir ekki að tala i þessum tóni við' Lillu. Það var næstum eins og þú vær- ir að typta hana. .. .“ Anna stóð hreyfingarlaus og studdist við bókahilluna. Allt í einu sá hún fyrir sér aðra mynd — hún sá Lillu, sem fjögurra ára telpu, morguninn sem hún barði hana vegna þess að hún sjálf var þreytt og taugaæst og fátæk. Það var eins og það hefði gerzt í gær. Nei, nei! hrópaði hjarta henn- HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.