Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 29
og mamma kennir við hús- mæðraskólann“. „Fyrir sex árum — þá var ég nýbyrjaður á lögfræðinni. En við' skulum flýta okkur aftur að glösunum okkar, þá verður þetta allt sennilegra“. „Og við áttum kött, sem hét Obadías“, hvíslaði Jánda. V'iktor Berner var búinn úr glasinu sínu, þegar þau komu, og hann sagði hálfönugur: „Ég vona, að þið hafið haft gaman að dansinum“. „Já, þú getur verið viss um það“, sagði Georg. „Það er gam- an að hittast aftur. Hún var raunar bara rengluleg skóla- stelpa, þegar ég sá hana síðast, svo að' það var engin furða, þótt ég þekkti hana ekki strax“. „O, þú varst nú ekki sérlega mikill fyrir mann að sjá, með stúdentshúfuna aftur á hnakka“, sagði Linda móðguð. „Já, stúdentshúfan, hvernig líður annars Níelsi, þeim sí- dundandi vélasnillingi?" „Sídundandi!“ sagði Linda æf. „Bróðir minn er enginn dundari. Hann er nú orðinn duglegur verkfræðingur“. Viktor leit á þau til skiptis. „Eigið þér bróður, sem heitir Níels?“ spurði hann. „Já, það er alveg satt“. Það' var gaman að sjá vandræðasvip- inn á Viktori. „Ég þori að veðja, að hún mamma þín er enn með mat- reiðslubókina í annarri hendinni og grautarsleif í hinni“, sagði Georg brosandi. „Já, hlæðu bara, en þér þótti nú jarðarberjamaukið, hennar gott“, sagði Linda. „Allir í Víborg dáðust að' jarðarberjamaukinu hennar“, sagði Georg. „Mannstu þegar kötturinn velti krukkunni ofan á gólf?“ „Já, hann Obadías!“ bætti Georg við. „En það var nú ó- venju framtakssamur köttur“. Viktor beit á jaxlinrt og bað um dans. „Þarna hittist sannar- lega einkennilega á“, sagði hann, þegar þau voru komin út á gólf'ið. „Nú?“ „Að þér skylduð í rauninni þekkja Georg Martin“. „Já, en það var þess vegna, að þér hringduð til mín, var það ekki?“ sagði Linda sakleys- islega. Þegar þau voru komin heilan hring, tautaði Viktor: „Þér vit- ið vel, að svo var ekki. Enginn, ekki einu sinni Georg Martin, myndi hætta á að lána aðra eins stúlku og yður“. „Þér verðið kannske heppn- ari í næsta skipti, sem þér renn- ið, svona blint í sjóinn, ha?“ Þegar þau höfðu lokið kaffinu HEIMILISRITIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.