Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 57
J'tt a . „Hvað verður þá? Hálsbrýtur þá ckki einhver ungi riddarinn mig?“ Dick var farinn. Það var hvorki hægt að gleðja hann hér eða pína. Og hún sagði, ofurlítið þreytuleg: „Það er um engan sérstakan riddara að ræða, sem mun sakna mín“. Fergus hafði ef til vill gengið fram- hjá Dick fyrir stuttri stundu, þeir höfðu cf til vill horft hvor á annan, virt hvorn annan fyrir sér. En Fergus hafði aldrei heyrt Dick nefndan á nafn, hafði ekki líugmynd um, að hann væri til. Þau dönsuðu hægt út eftir gólfinu og gengu svo saman að fatageymsl- unni. BRITTON LÆKNIR hafði aldrei haft jafn marga fæðingarsjúklinga og þetta vor, og ef hann hefði ekki notið hjálpar Fergusar Wyatt, hefði hann ekki getað annað þeim öllum. Allison sá hann við og við, þegar hann kom í spítalann — það var gamall maður, hár vexti, vciklulegur f útliti. Hún vissi, að hann var ekki heilbrigður, og störf Fergusar í þjónustu hans jukust stöð- ugt. Allison óskaði nú einskis frekar en hætta að vinna í spítalanum, en auðvit- að gat hún ekki sagt upp þessari vinnu, nema fá aðra í staðinn. Nám hennar hafði kostað mikið og hana langaði ekki til að sjá áhyggjusvipinn á and- liti föður síns — sem hún sá oft, áð- ur en hún fór að vinna. Hún hugsaði um það, hve ánægður hann væri allt- af núna. í mörg ár hafði hann sífellt haft áhyggjur út af því, hvemig hann ættj að afla peninga til náms hennar. „Nú er ég búin“, hafði hún sagt blíðlega við hann, „fullnuma. Nú ertu frjáls maður, elsku pabbi“. Hún átti við það, að hann væri frjáls til að skrifa. I mörg ár hafði hann skrifað bók- menntagreinar og gagnrýni og nú ætl- aði hann að safna þessu saman í bók, sem síðan yrði gefin út, með ákaflega löngum og mjög leiðinlegum formála, hugsaði Allison. En það var ekki henn- ar hlutverk að finna að föður sínum. Hann var ekki fæddur vcrzlunarmaður, það hafði þegar komið í ljós, er hún var lítil telpa. Og þess vegna liafði hann sætt sig við að lifa á litlu og fást við það, sem hugur hans hneigðist helzt að. Og henni fannst þetta vera rétt af honum, þótt hún vissi, að Fcrgus myndi orða það þannig, að ,,líf hans væri mis- heppnað .. .“ Allan marz og apríl reyndi hún að sannfæra sjálfa sig um þá staðreynd, að ekki kæmj til mála að hún fengi manninn, sem hún clskaði. Unga stúlkan, sem Allison hafði ó- ljóst gert sér í hugarlund, að verða myndi verða förunautur Fergusar f framtíðinni, var orðin henni sýnileg manneskja með holdi og blóði. Allison vissi líka, hvað hún hét. „Eg get ekki verið hér lengur!“ hugs- aði Allison. „Ég gct ekki verið hér og horft á hann koma og fara á hvcrjum degi“. Hún var eins og dýr, sem veitt hefur verið í gildru. Það var eins og hún gæti ekki hreyft sig úr stað án þess að sjá bíl Marciu fyrir framan spítalann. Dag nokkurn hafði hún í matmálstímanum gengið niður í litla garðinn við ána og fundið þar friðland HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.