Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 58
í hlýrri aprílsólinni. Trén voru nýlaufg- uð og börnin léku sér snöggklædd. Hún kom að bekk og settist á hann og naut þess að vera ein. Að baki hennar var hin mikla spítalabygging, þar sem lífið gekk sinn vanagang. Sennilega var Fergus á ferðinni um stofurnar, og ef til vill var bíll stúlkunnar fyrir utan og beið eftir honum. En þessa stuttu stund var Allison laus við þetta allt .. . Og þá heyrði hún allt í einu rödd hans. „Er vorið nú líka búið að ná tökum á þér, Allison? Það er ekki þér líkt! “ sagði hann. „Má ég kynna ykkur, Marcia Lord — og Marcia, þetta er Allison Reed“, sagði Fergus óþvingað. „Við vitum eig- inlega næstum of mikið hvort um ann- að, er það ekki satt, Allison?“ „Við höfum hitzt áður", sagði Mar- cia og kinkaði koili, „en ég hafði ekki hugmynd um, að ungfrú Reed væri pcrsónulegur vinur þinn“. „Þér gætuð alveg eins sagt, að ég sé persónulegur óvinur hans“, sagði Alli- son og ætlaði með því að rcyna að taka upp létt hjal eins og hin. „Við Fergus höfum alltaf rifizt“. „En alltaf í góðu“, sagði hann. „Það er alveg satt“, sagði hún. Marcia var klædd frakka, er var al- veg í stíl við kjólinn, sem hún var í. Allison fylltist skyndilega biturleik við hugsunin um það, að auðvitað ætti Marcia kápur, sem ættu við alla henn- ar kjóla — að hún hefði ekki hugmynd um erfiðleikana við að velja kjóla alltaf við sömu kápuna, og fá eins gott út úr öllu saman og mögulegt var. I vor — eins og á síðastliðnu vori — hafði Alli- son valið sína í venjulegum, dökkblá- um lit. „Mig langar alltaf út í náttúruna á þessum tíma árs“, sagði Marcia, „og þess vcgna teymdi ég Fergus hingað á eyrunum, bókstaflega talað! Hann hef- ur falleg cyru, finnst yður það ekki líka?“ „Dásamleg!“ „Ég er viss um, Marcia, að þú segir þetta við alla karlmenn, sem þú ert með“. Allison hafði ekki séð Fergus þann- ig í mörg ár. Hann var í góðu skapi, stríðinn og gamansamur — eins og ung- ur læknanemi. Og þetta hafði mikil á- hrif á hana, því að hún mundi vel eft- ir, hvemig hann var á stúdentsárunum. „Jæja, ég verð að fara“, flýtti hún sér að segja. „Matmálstími minn er ná- kvæmlega klukkutími og ég er ekki farin að borða". „Borðaðu með okkur“, sagði Fergus. ,,Við erum á lcið í veitingastofu spítal- ans“. „Þakka þér fyrir, en . . „Ekkert ,en‘ — þú kemur!“ Og gegn vilja sínum fylgdist hún með þeim. ALLISON HAFÐI aðeins einu sinni áður borðað í veitingastofu spítalans, en hún var fræg fyrir góðan mat. En það var alltof dýr rnatur fyrir Ailison. Hún varð að borða ódýran mat, annars hafði hún ekki efnj á að fara eins oft í hárgreiðslustofuna og henni fannst hún þurfa. Allison og Fergus völdu dagverðinn, en Marcia pantaði eftir matseðlinum. „Guði sé lof, að ég er ekki feit, því 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.