Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 13
tignar ekki einungis fegurð þe'irra, heldur og þá þjóðfélags- aðstöðu, sem hann sjálfur keppist við að komast í. Þær auðga andagift hans, þær verða fyrirmyndirnar að sumum sögupersónunum, og þær orka fágandi á persónulýsingastíl hans, en það' varð einmitt hann, sem orkaði mest töfrandi í svo mörgum verkum hans. En hin mikla frægð varð ekki til þess að auðga hann. Einu sinni hefur hann sagt frá for- leggjara, sem er á leið'inni tii þess að kaupa handrit rithöf- undar nokkurs fyrir fjögur þús- und franka. En þegar hann kemur í hið hrörlega hverfi, þar sem skáldið býr, hugsar hann með sér: „Fjárinn hafi það, við lækkum það niður í þrjú þús- und“. Þegar hann lítur hreysið', sem ungi maðurinn á heima í, hugsar hann: „Við borgum tvö þúsund“. Þegar honum svo er sagt, að skáldið búi í þakherberg- inu, segir hann Við sjálfan sig: „Fimmtán hundruð hlýtur að vera nóg“. En þegar hann stað- næmist í hinu fátæklega her- bergi, hugsar hann enn með sér: „Vitleysa, maðurinn hlýtur að verða auðugur með þúsund franka“. Balzac skildi, að það' er dýrt að vera fátækur, og hann tók að leika þann ríka. Hann heldur hesta og fær sér skemmtivagna, ræður sér þjón, sem hann lætur ganga einkennisbúinn, leigir íburðarmestu stúkuna í söng- leikahúsinu, gengur með gull- bú’inn göngustaf, sem er eins áberandi og liðsforingjastafur, og vekur aðhlátur og lineyksli með því að aðla sjálfan sig og setja de fvrir framan ættarnafn- ið sitt. Óhófseyðsla hans gerir það að verkum, að' skuldirnar vaxa í staðinn fyrir að lækka og greiðast niður, hann gengur í skrokk á forleggjurum sínum og lendir í klónum á okrurum. Peningar, peningar, peningar! Og hann daðrar stöðugt við' hug- mynd'ir um kaupsýslu og skjót- fengna fjármuni. Dag nokkurn dettur honum í hug að silfurnámurnar á Sardin- íu, sem hinir gömlu Rómverjar nýttu, geti í framtíðinni orðið afkastamiklar auðsuppsprettur. Hann af stað’ til þess að kaupa þær! A leiðinni þangað trúir hann einum samferðamanna sinna fyrir fyrirætlunum sínum, tefst nokkra daga í Genúa þar sem hann þurft’i að hitta fagra kunningjakonu sína, og þegar hann kemur til Sardiníu, er sam- ferðamaðurinn þegar búinn að vera þar, og hefur keypt nám- urnar sem hann síðar græddi stórfé á. Öðru sinni gekk hann á fund HEIMILISBITIS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.