Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 15
með að hafa mig afsakaðan, því heilsa mín er ekki beinlínis kon- ungleg lengur. Eg þakka fyrir kaffið og halla mér í koju for- mannsins. Það á að gá í eitt eða tvö net — „kíkja í“ — klukkan að ganga fjögur og ég ætla að halla mér þangað til. Eftir and- artak gleymist ógleðin. Niðurinn og vélahöggin fjarlægjast og rifja upp gamlar endurminning- ar frá rokk- og strokkhljóði. Hinar mjúku hreyfingar þátsins, sem vaggar á öldunum, valda því að maður verður aftur lítill og ósjálfbjarga og hverfur kyrr- látlega inn á ævintýralönd draumanna. .. . „SteindauSur sjór" Klukkan er að ganga 8 að morgni og rauð'a röndin við liafs- brún í austri boðar nýjan dag. Það er langt komið að draga og auðsætt að heppnin hefur ekki verið með okkur. Við skrúfum frá liátalaranum og hlustum á formanninn bera saman bækur sínar. Af því sem við heyrum er auðsætt, að 5 skip hafa fengið einhvern afla, en öll hin, sennilega um 50 bát- ar, hafa ekkert fengið, þó það hljóti að vera ýkjur, sem einn formaðurinn sagði, að belgja- fjandarnir sínir væru ábyggilega léttari á sjónum en í gærkvöldi. Samkvæmt hernaðartilkynn- ingnm formanna á síldveiðibát- um í talstöðvar, gengur þeim aldrei misjafnlega vel, heldur mismunandi illa. Sé hlaðafli þá er „allt draslið víst að fara á botninn“, sæmilegur ef „nokkur bráðfeig kvikindi hafa álpast í netin“, nokkurnveginn ef „það er dálítið kropp“, en annars „steindauður sjór, eins og vant er“, enda „bráðónýt veiðarfæri, sem útgerðarmannsafglapinn ætti að hengja sig í“. Sumir eru rámir, öskuvondir og blásandi, en aðrir svo gjörsigraðir að þeir geta ekki einu sinni bölvað. Við höldum nú heim á leið. Hann er að hvessa á austan, þeytir löðrinu yfir bátinn og skvettir stundum á okkur stærð- ar ölduföldum. Eftir að við er- um búnir að skemmta okkur við að horfa á bát, sem þreytir kapp við okkur, og fullyrða, að hann skoppi svo að við sjáum aftur fyrir miðjan kjöl, þegar hann fer yfir öldutoppana, þá löbbum við fram í lúkar, gæðum okkur á kaffi og skröfum. Við erum, þrátt fyrir allt, í léttu skapi. Að vísu höfum við verið óheppn- ir í þetta skipti, en við vitum að „Gunnar“ á enn eftir að fara margar veiðiferðir og koma hlað- inn í höfn, svo við kærum okkur kollótta, enda trúlegt að vertið- in sé á enda, síldin farin veg allr- ar veraldar og við engan að sak- 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.