Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 19
tilbúinn eftir kortér“, sagði hún kuldalega og gekk út úr svefn- herberginu, og hann fór að tína á sig spjarirnar fýlulegur á svip. Þetta var fyrsta alvarlega mis- sætti þeirra í fimm ára hjóna- bandi. Og það var einmitt um jólin, sem þau höfðu farið að rífast. Fyrir viku hafði Pétur, sem nú var kominn hátt á fjórða ár, byrjað að tala um jólasveininn við móður sína og velta fyrir sér, hvað hann vildi helzt fá í jóla- gjöf. Jón hafði ekkert sagt, fyrr en Pétur var háttaður. Þá spurði hann alvarlegur: „Finnst þér það rétt að skrökva að litlu barni og gera það hjátrúarfullt?“ „Skrökva?“ sagði hun undr- andi. „Já, allt þetta bull um jóla- sveininn, greni og mistiltein og gjafir handa öllum. Ef ég á að segja þér mitt álit, þá er allt þetta jólaskvaldur nokkuð, sem prangararnir hafa fundið upp“. „Jólin eru stór, kirkjuleg há- tíð“, sagði Jóhanna alvarlega. „Og því er nú einu sinni þannig varið, að börn elska þessar gömlu jólaverur. Pétur skal ekki verða af jólasveininum og jóla- trénu“. „En þegar hann stækkar, missir hann ekki aðeins trú á jólasveininum, heldur einnig á oklcur, sem höfum talið honum trú um þessa vitleysu“, sagði Jón. Eitt orð spannst af öðru. Jón gætti ekki skynseminnar og varð hávær, og Jóhanna gerði hann ennþá reiðari með kurteislegri en ískaldri ró sinni. Hún hafði af spottandi hógværð látið' hon- um eftir að taka ákvörðun í þessu vandamáli. „Ágætt“, hafði hún sagt. „Þá strikum við jólin út í ár. En vilt þú nú ekki vera svo vænn að útskýra fyrir Pétri, hvers vegna hann fær ekkert jólatré og engin leikföng, og að enginn jólasveinn sé til?“ Hann hafði alls ekki ætlað að halda málinu til streitu, en nú varð ekki aftur snúið. Síðan hafði ekki verið minnzt á jólin, og þau höfðu verið fram úr skar- andi kurteis hvort við annað. Jóhanna var þegar sezt að borðum, er hann kom niður. Ivaffið var heitt og sterkt. Brauðhnúðarnir nýbakaðir og eggin fyrirtak. En hann gat ekki notið neins af því, ekki einu sinni dagblaðsins. Ákærandi þögn hennar kom honum alveg úr jafnvægi. „Um hvert leyti kemurðu heim?“ spurði hún kurteislega. „Við lokum klukkan eitt, en á eftir er dálítil jólaveizla fyrir starfsfólkið eins og venjulega“. HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.