Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 29
stöðvarketilsins. Maðurinn kom fyrr en ég bjóst við og hefur enn ekki haft tíma til að setja rist yfir opið“. „Það efast ég um“, hreytti Sylvía út úr sér. „Hann hefur líklega komið til að hefna sín. Hann hótaði mér því niðri í borginni“. „Sylvía mín“, sagði frú For- tune óttaslegin, „ég ætti víst að hringja eftir lækni“. Sylvía stóð upp með erfiðis- munum og tíndi saman dótið sitt. Hún hafði ekkert að' gera með lækni, aðeins legubekk. „Hæ, þér gleymduð dálitlu!“ Viðgerðarmaðurinn rétti henni tvo fislétta silkisokka, sem höfðu dottið úr pakkanum henn- ar, ásamt þremur sápustykkjum. „Það er sót á nefinu á yður“, sagði hánn stríðnislega. Sylvía beit á vörina, þreif sokkana og sápuna og gekk af stað, mjög hnarreist. Því miðúr hnaut hún um rörbút. Ungi mað- urinn hló aftur meinfýsinn. NÆSTA morgunn kom Steve Gresham aftur til þess að halda áfram verkinu. Hann var álíka óöruggur um sig og á rjúkandi eldfjalli. Á leið sinni til kjallar- ans gekk hann gegnum garðinn og sá „óhemjuna“ — eins og hann kallaði hana — mókandi í legustól með bók í hönd. Steve leit á hana augum, sem voru köld eins og desemberhim- inn. Hún er hreinasta púður- tunna — hugsaði hann — og ætti í rauninni að bera skilti, sem varaði grandalausa vegfar- endur við henni. Sylvía virti hann fyrir sér yf- ir bókina gegnum löng augnhár- in. „Góðan daginn, óhemja!“ hrópaði Steve brosandi, „hve marga hafið þér nú lagt af velli síðan i gær?“ Sylvía smellti aftur bókinni, hnykkti til höfðina og spurði: „Hver eruð þér eiginlega?“ „Steve Gresham, lögfræðing- ur“. Sylvía brosti blítt, geispaði og sagði um leið: „Jæja ... ég er annars dans- mær“. „Þá var gott að þér brutuð ekki lappirnar á yður í gær, í þessu glæsilega falli yðar“, sagði Steve og hélt leiðar sinnar. Sylvía gaut á eftir honum augunum. Óhemja! Nú, svoleið'- is .. . hann kallaði hana óhemju!! SYLVÍA kom móður sinni öldungis á óvart með því að bjóðast til að sópa fyrir hana gólfin. Hún setti á sig snotra svuntu og tók til í borðstofunni. Þótt frú Fortune væri þrifin kona, tókst Sylvíu að safna sam- HEIMILISRITIB 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.