Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 44
hlegið að því, hve stífur og há- tíðlegur Hinrik gamli var, er hann bar á borð fyrir þær. Og gangvart hinum hlæjandi, svörtu augum varð frú Barkley þess vör, að' einnig hún hló og gerði athugasemdir, sem rugluðu Hin- rik gamla og vöktu undrun hjá henni sjálfri. Hún sá uppnámið í augum Hinriks gamla, en nú skemmti það henni einungis. Þegar gamli þjónninn var kom- inn út úr stofunni, hallaði Jóna sér fram og klappaði blíðlega á hönd frú Barkley. „Marteinn hefur ekki unnað yður sannmælis“, sagði hún mildri röddu. „Hann þekkir yð- ur í rauninni ekki, eins og þér eruð“. „Hvað eigið þér við?“ sagði frú Barkley alvarlega. „Hann hefur alltaf sagt, að þér væruð mjög ströng. Hann er í rauninni dálítið hræddur við yður“. „Hræddur við mig!“ „Já, það er hann í raun og veru“, sagði Jóna alvarlega. „En ég er yfirleitt ekki vitund hrædd við yður“. „Segið syni mínum, að' hann þurfi ekki að vera hræddur við mig“. Seinna, er þær sátu í bókaher- berginu og drukku kaffi fyrir framan arininn, fann frú Barlc- ley skyndilega til meiri hvíldar- tilfinningar en nokkru sinni fyrr. „Ég held ég hafi aldrei hleg- ið svona mikið síðan Marteinn fór“, sagði hún. Hún leit í þessi tindrandi augu, sem — það skildi hún nú — voru alltaf full af hlátri, og áður en hún vissi af, var hún farin að hlæja aftur. „Eg veit ekki hversvegna ég hló“, viðurkenndi hún, „en það er holt að hlæja. Einkum þar sem ég veit, að Marteinn er á lífi. Haldið þér það ekki líka, Jóna?“ „Eg veit, að hann er á lífi“, sagði Jóna ákveðin. „Ef hann væri dáinn, hefði ég vitað það á sömu stundu, sem það gerðist“. „Þér unnið honum mjög, er það ekki?“ sagði frú Barkley og hallaði sér áfram. „Af öllu hjarta“. Frú Barkley lagði hendur sín- ar á hendur Jónu. „Hversvegna viljið þér þá ekki giftast honum, barnið mitt?“ „Ég er hrædd við það“, sagði Jóna með tárvot augu. „Jóna!“ Frú Barkley horfði alvarlega á ungu stúlkuna, því- næst sagði hún blíðlega: ,JEg bið yður að taka Marteini“. Og skyndilega fóru þær aftur að hlæja. „Ég vildi, að' þér hefðuð Vferið móðir mín“, sagði Jóna. „Ég skil 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.