Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 49

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 49
Það var um miðaftansleytið, að ég sat eitt sinn í setustofu Grand Hótels. Þetta gerðist áð- ur en jarðskálftinn mikli kom þar. Þaðan var gott útsýni yfir höfnina og hina margvíslegu umferð þar. Þama sáust stóru gufuskipin í fömm milli Japan og Vesturheims, Vancouver og San-Fransisco; önnur sem ætluð til Evrópu með' viðkomu í Shanghai, Hong-Kong og Singa- pore. Þetta var staður hinnar miklu og margbreytilegu um- ferðar milli austurs og vesturs. Þrátt fyrir allan skarkalann og hávaðann, var það næstum ró- andi að horfa á allt þetta síkvika og iðandi líf. Skjmdilega gekk Burton inn í salinn og kom auga á mig. Hann settist á stól við hlið mér. „Hvernig væri að fá sér eitt staup?“ Hann klappaði saman hönd- unum og á svipstundu kom þjónn, sem hann bað um að færa okkur tvö glös af „ginblöndu“. Rétt í því, er þjónninn kom með vínið, gekk maður fyrir glugg- ann, sem veifaði til mín hend- inni þegar hann sá mig. „Þekkir þú Turner?“ sagði Burton, er ég hafði kinkað kolli í kveðjuskyni. „Ég hef séð hann nokkrum sinnum í klúbbnum. Mér er sagt að hann sé atvinnulaus“. „Já, ég býst við því. Það eru nokkrir af því tagi hér“. „Hann spilar ágætlega bridge“. „Þeir eru vanir því. Það var annar maður hér í fyrra, nafni minn, sem var einhver sá bezti bridgespilari, er ég hef hitt. Ætli þú hafir aldrei rekizt á hann í London. Hann kvaðst heita Lenny Burton. Mig minnir að hann segðist hafa verið meðlim- ur í öllum helztu klúbbum þar í borg“. „Nei, ég held ég kannist ekki við nafnið“. „Hann var einkennilega slung- inn að spila. Það var eins og hann hefði einhverja spilagáfu. Ég spilaði talsvert við hann. Hann var í Kobe nokkurn tíma“. Burton dreypti á gin-glasinu. „Þetta er annars dálítið ein- kennileg saga“, sagði hann því næst. „Hann var reyndar bezti náungi. Mér geðjaðist vel að honum. Hann var alltaf snyrti- legur og vel til fara. Þetta var ekki ósnotur maður, hrokkin- hærður og ljós yfirlitum. Hann þótti hið' mesta kvennagull. Ég held, að það hafi ekkert illt ver- ið til i honum, en hann var dá- lítið lausbeizlaður og frekur til vínsins. Menn af hans tagi vilja oft vera með því markinu brenndir. Honum áskotnaðist HEIMILISRITIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.