Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 61
„Þekkið þér hann ekki?“ Linda virtist af einni eða annarri á- stæðu furða sig á þessu. „Ég hef aldrei heyrt hann nefndan“. „Ég hélt, að allir hefðu vitað, að Dick og Marcia ...“ Og svo leysti Linda frá skjóðunni: „Ó, Wyatt lækn- ir, að þessu hlaut í rauninni að koma. Þetta var eiginlega ákveðið allt frá þvx, að þau voru börn. Hann hefur verið á ferðalagi — einhvers staðar í Mexíkó — en hann kom aftur í morgun, og Marcia hitti hann á kappreiðunum .. „Þá skil ég þetta allt betur“, sagði Fergus rólega. „Hún hringdi til mín seinni partinn í dag og sagði, að hún væri að leggja af stað í flugvél Dicks, þau ætluðu að gifta sig. Ég veit ekki einu sinni, hvar þau eru nú. Hún kom því á mig og mömmu að skýra frá þessu. Yður er vel kunnugt um, hve lítið tillit hún tekur til annarra og hve ábyrgðarlaus hún er, og Dick hitti hana einmitt á þeirri stundu, sem ...“ „Sem ég var ekki talinn fimm aura virði“, bætti Fergus við. Andlit hans var eins og gríma, kalt, hvítt og ómögu- legt að sjá, hvað bak við það bjó. „Mér þykir þetta óskaplega Ieiðin- legt — mér er ljóst, að hún hefur hag- að sér skammarlega gagnvart yður. Það var ódrengilega gert, og ef ég hefði get- að komið í veg fyrir það á einhvern hátt, þá hefði ekki staðið á mér“. Linda virtist vera í öngum sínum. „Hann hefur flugvél", sagði Fergus, eins og hann hugsaði upphátt, „og hann vildi ekki verða af kappreiðunum. Þér megið ekki taka þetta nærri yður, frú Anstey. Ég þykist vita, að þetta sé hjónaband, sem er bæði að skapi Marcju og fjölskyldu hennar. Það er sennilega það bezta, sem fyrir gat kom- ið“. „Ég aðvaraði yður!“ Linda reyndi að verja sig gagnvart þessari köldu, hvítu grímu. „Munið þér ekki eftir því? Það var fyrsta kvöldið, sem þér hittuð Mar- ciu hjá mér — ég sagði yður, hvemig hún væri!“ „Já“, sagði hann blíðega, „mér datt ekki í hug, að ég ætti eftir að verða sá, sem fylgdi í kjölfar veiringamanns- ins og klæðskerans — en það sýnir að- eins, hve heimskur ég hef verið — ég, en ekki Marcia!“ „Hún elskaði yður“, hvíslaði systir hennar og var nú allri lokið, „ég gæti svarið, að hún elskaði yður ...“ „Það hefði ég Iíka getað“, sagði Ferg- us hörkulega, „en svo virðist sem við bæði höfum haft á röngu að standa". Linda Anstey var farin að gráta og brá erminni fyrir augun. Fergus virti hana fyrir sér og sá, að hún var miklu blíðlyndari en Marcia — og að með- aumkun hennar blandaðist slæmri sam- vizku. Hann beið þess, sem hún myndi segja og vissi, hvað það var. — ég var of fljót á mér í morg- un, Wyatt læknir. Og — getið þér fyrirgefið mér?“ hvíslaði hún að lok- um. „Það er ekkert að fyrirgefa". „Ég ætla að hringja í læknastofu Brittons á morgun og fá tíma“, flýtti hún sér að segja. „Ég er hrædd um, að ég hafi orðið taugaveikluð vegna dauða Nathaliu“. „Bersýnilega hafa margir orðið það“, sagði hann án beizkju. HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.