Heimilisritið - 01.08.1955, Page 10

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 10
að vandræðum Neddu. Canio, sem hefur elt Silvio, en ekki náð honum, kemur nú aftur og reyn- ir í ofsabræði að reka Neddu í gegn, en Beppo kemur í veg fyrir það með því að hrifsa af honum rýtinginn. Beppo fær Neddu til að klæðast leikbún- ingnum fyrir sýninguna, en Ca- nio missir allan mátt af örvænt- ingu og hugarvíli. Canio: „Ör- vita af harmi“. II. ÞÁTTUR Sama svið og í I. þætti. Þorps- búar koma og ganga til sæta sinna. Silvio er meðal þeirra og þegar Nedda er að safna að- gangseyrinum biður hún hann að gæta sín fyrir Canio. Leikur- inn hefst. Nedda leikur Colum- bine og í fjærveru eiginmanns síns, Fíflsins (Caino) vonast hún til að hitta Harlekin (Bebbo) í einrúmi, en í stað hans kemur Pantalone (Tonio) og tjáir Col- umbine ást sína á sinn flónslega hátt. Hún hafnar honum og í því kemur Harlekin inn um gluggann. Columbine og Har- lekin setjast nú að kvöldverði, en allt í einu þýtur Pantalone inn og segir þeim að Fíflið, sem þau bjuggust alls ekki við, sé að koma. Harlekin kemst undan út um gluggann eftir að Colum- bine hefur kvatt hann vel. Eigi er hann fyrr horfinn en Fíflið kemur og krefst þess, að fá að vita hver elskhuginn sé. Colum- bine þykist ekkert vita. Canio, sem nú er orðinn trylltur af af- brýðisemi, heimtar hvað eftir annað nafn elskhugans. Fram að þessu hafa áhorfendurnir álitið að um frábærlega góðan leik væri að ræða, en nú sjá þeir að hér er enginn leikur á ferðinni heldur að hér eru að gerast raun- verulegir, stórbrotnir og hörmu- legir atburðir. Canio hefur nú misst alla stjórn á sér, þrífur rýting af borðinu og rekur konu sína í gegn með honum í hjarta- stað. Silvio dregur rýting sinn úr slíðrum og þýtur að leiksvið- inu í því er hin deyjandi Nedda kallar á hann til hjálpar. Canio rekur rýting sinn í brjóst hans. Canio: „Ég er ei Punchinello — ég er maður“. Þorpsbúar um- kringja hann og afvopna. Eins og hann viti hvorki í þennan heim né annan segir hann: „Leiknum er lokið“. * Piparsveinn t Boston ánafnaði allar eigur s'tnar eftir sinn dag peim þrem- ttr stiílkum, sem höfðu hafnað hónorði hans. „Ég á þeim að pakka allan þann frið og alla þá hamingju, sem ég hef orðið aðnjótandi á langri eevif' sagði hann. 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.