Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 12

Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 12
að hún var tekin að velta því fyrir sér, um hvað hann væri að hugsa. Ætti hún að standa upp og ganga út úr sólskýlinu áður en hann kæmi að borðinu? — Hann hlaut að ganga fast fram hjá borðinu hennar, þar sem það stóð við tröppurnar upp í sól- skýlið frá baðströndinni. Nei — hvers vegna ætti hún svo sem að færa sig? Það skipti svo sem ekki máli lengur hvort þau hittust eða ekki — það var einmitt ár liðið frá því að þau skildu í þessum mánuði. Nei, hún skyldi bara sitja og sjá hvað skeði. Hún var tilbúin að taka á móti honum þegar hann kom upp á skörina. — Lydia! Það er gaman að hitta þig aftur! Hann hló og lét skína í hvítar, jafnar tennumar. — Góðan daginn, Peter. Hvernig líður þér? — Ágætlega góða. Og ég þarf sannarlega ekki að leggja sömu spurningu fyrir þig, þú lítur dá- samlega út. Eigum við ekki að fá okkur glas saman í tilefni af þessum óvænta fundi okkar? Á meðan hann talaði hafði hann krækt sér í stól og setzt gagnvart henni. Það var Peter líkt. Hann var alltaf svo örugg- ur með sig. Það var eitt af því í fari hans, sem hafði ergt hana. — Hvað ert þú að gera hér í Devonshire, Lydia? — Hvað ert þú sjálfur að gera hér? — Ég — ég er í fríi. — Það var þó undarlegt — ég er líka í fríi. Hann hló ánægjulega. — Það er merkileg tilviljun að við skyldum bæði velja sama staðinn til að eyða helgarfríinu. Hvenær komst þú? — í gærmorgun, svaraði hún og hugsaði: Ég fór hingað úteftir af því að það var hingað, sem við fórum í brúðkaupsferðina okkar. — Ég kom ekki fyrr en í gær- kvöldi, sagði hann og hugsaði: Það var heimskuleg viðkvæmni af mér að vera nú að fara ein- mitt hingað. — Að hugsa sér að við skul- um búa í sama gistihúsi, sagði hún og reyndi að láta rödd sína hljóma kæruleysislega, en fann aftur þennan undarlega sam- drátt í hjartanu. Hvers vegna var hún svo heimsk að láta sér verða hugsað til þess, sem var liðið fyrir löngu? — Við megum til með að halda upp á þetta tækifæri, og við skulum gera það, sagði Peter. — Hvað vilt þú fá, Lydia? — Gin og sítrónusafa — en sjáðu um að við fáum ís með. 10 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.