Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 15

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 15
inn í starf þitt að það var eins og þú byggir á öðrum hnetti. í hvert sinn sem þú náðir í nýjan viðskiptavin lá við að þér fynd- ist þú ekki hafa tíma til að tala við mig. — En þú áttir svo marga vini — þú spilaðir bridge annan hvern dag; mér fannst þú ekki veita því athygli hvort ég væri heima eða að heiman hvað þá heldur meir. — Og þó var sannleikurinn sá, að mér fannst ég vera ein- mana og óhamingjusöm. Nei — við áttum ekki saman, Peter. Rödd hennar var róleg, en það var í henni einhver örvæntingar- hljómur, sem snart hann djúpt. — Nú, og svo kom það líka fyrir að allt gekk eins'og 1 sögu, mótmælti hann. — Ég man ekki betur en við værum mjög ham- ingjusöm — þótt við værum það ekki alltaf. HÚN forðaðist augnatillit hans, en hún var heiðarleg og vildi ekki skrökva að honum, svo að hún kinkaði kolli. Hann barði í borðið svo að glös þeirra dönsuðu. —Hvílíkir grasasnar höfum við ekki verið! Svo að við átt- um ekki saman? Hverjir eiga saman, ef maður talar um það í einlægni? Ég er alls ekki þeirr- ar skoðunar að hjón eigi að hafa sameiginleg áhugamál og eiga alltaf samleið. — Nei, en þannig var það nú með okkur, Peter, og þess vegna skildum við, og svo er þeirri sögu lokið. — Þú breyttist, sagði hann, og rödd hans varð skyndilega þreytuleg. — Þess vegna var það að við skildum. — Nei, heyrðu mig nú — það varst einmitt þú, sem breyttist. Það fannst mér að minnsta kosti. Þau sátu þögul og horfðu hvort á annað — og héldu áfram að horfa hvort á annað. Lydiu fannst það vera eins og í draumi. — Ennþá er ekki of seint fyr- ir okkur að játa, að okkur hafi skjátlazt, sagði hann áf jáður. Ég hef aldrei verið ástfangnari í þér en ég er núna, Lydia. Við skulum gifta okkur aftur! Seiðmagnað tillit hans hélt henni fastri, og henni fannst hún hljóta að láta að vilja hans — eins og svo oft áður. En svo fékk heilbrigð skynsemi hennar yfir- höndina, og hlátur hennar hljómaði eðlilega er hún svar- aði: — Ertu ekki búinn að stein- gleyma því Peter, að við erum bæði trúlofuð? Peter bandaði frá sér hendinni eins og hann þurrkaði þar með ÁGÚST, 1955 13

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.