Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 15
inn í starf þitt að það var eins og þú byggir á öðrum hnetti. í hvert sinn sem þú náðir í nýjan viðskiptavin lá við að þér fynd- ist þú ekki hafa tíma til að tala við mig. — En þú áttir svo marga vini — þú spilaðir bridge annan hvern dag; mér fannst þú ekki veita því athygli hvort ég væri heima eða að heiman hvað þá heldur meir. — Og þó var sannleikurinn sá, að mér fannst ég vera ein- mana og óhamingjusöm. Nei — við áttum ekki saman, Peter. Rödd hennar var róleg, en það var í henni einhver örvæntingar- hljómur, sem snart hann djúpt. — Nú, og svo kom það líka fyrir að allt gekk eins'og 1 sögu, mótmælti hann. — Ég man ekki betur en við værum mjög ham- ingjusöm — þótt við værum það ekki alltaf. HÚN forðaðist augnatillit hans, en hún var heiðarleg og vildi ekki skrökva að honum, svo að hún kinkaði kolli. Hann barði í borðið svo að glös þeirra dönsuðu. —Hvílíkir grasasnar höfum við ekki verið! Svo að við átt- um ekki saman? Hverjir eiga saman, ef maður talar um það í einlægni? Ég er alls ekki þeirr- ar skoðunar að hjón eigi að hafa sameiginleg áhugamál og eiga alltaf samleið. — Nei, en þannig var það nú með okkur, Peter, og þess vegna skildum við, og svo er þeirri sögu lokið. — Þú breyttist, sagði hann, og rödd hans varð skyndilega þreytuleg. — Þess vegna var það að við skildum. — Nei, heyrðu mig nú — það varst einmitt þú, sem breyttist. Það fannst mér að minnsta kosti. Þau sátu þögul og horfðu hvort á annað — og héldu áfram að horfa hvort á annað. Lydiu fannst það vera eins og í draumi. — Ennþá er ekki of seint fyr- ir okkur að játa, að okkur hafi skjátlazt, sagði hann áf jáður. Ég hef aldrei verið ástfangnari í þér en ég er núna, Lydia. Við skulum gifta okkur aftur! Seiðmagnað tillit hans hélt henni fastri, og henni fannst hún hljóta að láta að vilja hans — eins og svo oft áður. En svo fékk heilbrigð skynsemi hennar yfir- höndina, og hlátur hennar hljómaði eðlilega er hún svar- aði: — Ertu ekki búinn að stein- gleyma því Peter, að við erum bæði trúlofuð? Peter bandaði frá sér hendinni eins og hann þurrkaði þar með ÁGÚST, 1955 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.