Heimilisritið - 01.08.1955, Page 36

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 36
bergen“, og við verðum að hafa ein- livern til þess að taka á móti þeim, sem sér um að þeir verði í Chicago á föstu- dag. Við höfum frumsýningu á mynd- inni í Chicago á sunnudag, og Thome og hinir fara beint þangað. Rebecca Lane, fegursta stjarna mynd- arinnar, er í New York, en hún flýgur til Chicago fyrir föstudag, svo að við getum haft æfingu á hinum litla afríska sirkus okkar. Jæja, eins og þér sjáið, er þetta allt ósköp augljóst. Við verðum aðeins að hafa einhvern til að taka á móti hin- um ágæm hausaveiðurum kl. 6.30 á mánudagsmorguninn á bryggju númer 6, en eftir það getur leiðangurinn til Chicago hafizt. Þér skiljið einnig, að ég hefði gjaman viljað taka að mér þetta starf, en ég hef því miður of mikið að gera á skrifstofunni. Það er því annar, sem orðið hefur svo heppinn að fá rúsínuna í pylsuend- anum, og vitið þér hver það er. Þér megið geta þrisvar. . . . Alveg rétt! Ég læt yður eftir að ráða fram úr öllum smáatriðum, þar á meðal, hvem- ig þér farið að því að flytja hina svörtu gesti okkar til Chicago. Það em flóð um allt á þeim slóðum, en þér megið mín vegna sigla þessum hermönnum þangað á húðkeip; aðeins að þeir séu komnir þangað fyrir föstudag. Það er ef til vill betra að bíða með að gera nokkra nánari áætlanir, þar til þér hafið athugað náungana svolítið. Yður mun ekki ganga erfiðlega að þekkja þá, þegar þeir fara frá borði, því það er næstum fullvíst, að þeir verða einu mennirnir, sem koma í land af s/s „Spitsbergen" klæðlausir og með spjót í hendi. Góða skemmmn Richard. HRAÐSKEYTI RICHARD L. REED FIX FILM, HOLLYWOOD Þakka traustið, en eigi að veiða mig þarf ekki að senda á mig hausaveiðara. Skuldheimtumennirnir sjá um það. Georg. HRAÐSKEYTI GEORG SEIBERT HÓTEL MAYFLOWER WASH. D. C. Verið ekki að setja yður á háan hest, Georg, þessir svörtu herramenn em ráðnir hjá fyrirtækinu. Þeir em vafa- laust menntaðir og vel uppaidir og nota aðeins spjótin til þess að stanga úr tönn- unum. Verið nú góða barnið. Richard. HRAÐSKEYTI RICHARD L. REED FIX FILM, HOLLYWOOD Heyrið mig nú Richard, ég er alltaf boðinn og búinn til þess að vinna að hagsmunum Fix Film, en þegar þið opn- ið mannætudeild er ég ekki til viðtals. Ég þekki náunga, sem vinnur við dýra- garðinn í New York. Á ég ekki að biðja hann um að sjá um málið, þá get ég haldið áfram við þá vinnu, sem ég er vanur. Georg. HRAÐSKEYTI GEORG SEIBERT HÓTEL MAYFLOWER WASH. D. C. Er nú ekki lengur hægt að treysta nánustu samstarfsmönnum sínum? Þess- ar mannætur em af bezm tegund, vald- ar af Bill gamla Jenkins, scm útvegaði okkur alla þá innfæddu, sem við not- uðum í kvikmyndinni. Hann er ágætur og það em hausaveiðararnir líka. Ef ég 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.