Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 49

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 49
og þér séuð að tala við mig.“ Trant spratt á fætur og hún líka. Hún smeygði sér fram fyr- ir borðið og þrýsti sér upp að honum og notaði líkama hans til að skýla sér með. ,.Hann er þarna.“ Hann fann að hjarta hennar barðist ákaft. „Hann . . . Guði sé lof, hann fór beint inn í spilasalinn. Hann sá mig ekki. Fljótir.“ Hún flýtti sér kringum dans- gólfið og hann fylgdi henni eft- ir. Brátt voru þau komin út í svala tunglsbjarta aprílnóttina. „Nú getið þér hjálpað mér. Úti í snekkjunni get ég náð í pen- inga og svolítið af fötum mínum, ef þér standið vörð á meðan.“ - Hún laumaði hendi sinni í hans. Þau gengu þennan stutta spöl að Vieux Port. Fiskinet héngu til þerris eins og drauga- legir kóngulóarvefir. Möstrin á snekkjunum við bryggjuna gnæfðu svört og vaggandi upp í dimman suðurhimininn. Þau flýttu sér framhjá fiskibátum, skemmtibátum og listisnekkjum. Fyrir aftan hvíta seglskútu nam hún staðar við mjóan landgang, sem lá út í stóra listisnekkju. „Ef hann kemur aftur, verðið þér að stoppa hann eða kalla.“ „Auðvitað." „Ég fer um borð og niður 1 klefann. Ég læsi dyrunum til þess að vera öruggari. Ég get ekki lýst fyrir yður, hve ég er yður þakklát.“ Hún þrýsti hönd hans, flýtti sér yfir þilfarið og hvarf. Trant lagði höndina á borð- stokkinn á seglskútunni og naut ævintýrsins og rómantíkur Ri- viera-næturinnar. Borðstokkur- inn var blautur. Hann dró að sér höndina og kveikti í vindlingi. Varðstaða hans virtist auðveld. Á vinstri hönd var bryggjuhaus- inn. Á hægri hönd, fyrir ofan hina stuttu bryggju, gat hann séð ljósin í spilavítinu. Það var ómögulegt annað en hann tæki eftir hverjum sem kæmi eftir auðri bryggjunni. í nokkrar mín- útur virtist eins og hann væri aleinn á bryggjunni. Skyndilega heyrði hann fótatak á skútunni bak við sig. Han snerist á hæli nógu snemma til þess að sjá mann henda sér úr skut skút- unnar upp á listisnekkjuna. Óttasleginn varð honum ljóst, að eiginmaðurinn hafði leikið á hann. Hann hafði ekki farið hina augljósu leið eftir bryggjunni, heldur læðzt aftur til snekkjunn- ar með því að hoppa á milli bát- anna. Trant þaut upp landgang- inn, yfir þilfarið og inn gang- inn að klefanum. Klefinn var lokaður og hann komst ekki lengra. Hann barði um leið og ÁGÚST, 1955 47

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.