Heimilisritið - 01.08.1955, Page 50

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 50
hann talaði. „Varið yður. Hann er að koma aftur eftir snekkj- unni.“ Hann þagnaði, þegar hann heyrði hátt kvenmannsóp, og á eftir því skothvell. Það heyrðust ryskingar innan úr klefanum, og síðan annar skothvellur. Hann kastaði sér á dyrnar. Þær létu ekki undan. Lágar stunur heyrð- ust að innan. Svo opnuðust dyrn- ar inn. Stúlkan stóð fyrir innan. Svart hár hennar var í óreiðu og and- lit hennar hvítt af skelfingu. Blússan hennar var rifin á ann- arri öxlinni. Hún hélt á skamm- hyssu í hægri hendi, en blóð vætlaði úr máttlausum vinstri handlegg hennar. „Hann hljóp á mig úr klefa- glugganum,“ stamaði hún. „Hann var með byssuna. Hann — hann skaut mig. Einhvern veginn tókst mér að ná byssunni. Ég.. Hún fleygði sér grátandi í fang hans. Yfir öxl hennar sá hann, að allt var í óreiðu í klefaum. Opinn ferkantaður gluggi var fyrir ofan rúm, sem allt var í óreiðu. Á öðru rúmi lá hálffull ferðataska. Hálftóm viskýflaska stóð á borði. Dökkur maður í gráum fötum lá endilangur á gólfinu og brjóstið á grænni sportskyrtu var rennvott af blóði. Trant leiddi stúlkuna blíðlega út í baðherbergið, og batt þar um sárið á handlegg hennar. Hann stakk skammbyssunni í vasann, síðan tók hann ferðatöskuna af rúminu og lét hana leggjast þar. Hann beygði sig niður yfir eig- inmanninn til þess að athuga hann. Það var augljóst að hann var dauður — steindauður. Kúl- an hafði farið í gegnum hjartað. Hann var hlægilega vel klæddur, þar sem hann lá þarna með vöðvamikinn brúnan hálsinn upp úr grænni skyrtunni, sem var opin í hálsmálið, og tærnar á skónum, sem voru úr króko- dílaskinni, beint upp í loftið. Stúlkan 'hafði hreyft sig á koddanum, og fylgdist með því, sem hann gerði, föl á svip. „Hann er dáinn.“ Trant gekk til hennar, og um leið og hann lagði róandi hönd á öxl hennar, sá hann að það var hvítur máln- ingarblettur þvert yfir lófa hans. Það greip hann skyndileg æsing, og hann sneri sér aftur að hin- um dána eiginmanni. Svo greip hann vasaljós, þaut upp á hitt rúmið og klifraði gegnum glugg- ann, út á þilfarið. Hann gat greinilega séð seglskútuna í tunglsljósinu. Hann beindi vasa- ljósinu niður á þilfar snekkjunn- ar. Þar sá hann greinilega hvít fótspor. Tvö þeirra sneru inn 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.