Heimilisritið - 01.08.1955, Side 51

Heimilisritið - 01.08.1955, Side 51
á skipið og tvö út. Hann flýtti sér aftur inn í klefann. „Ríkur brazilískur eiginmaður, sem enginn kærði sig um,“ taut- aði hann. „Og sennilega fátæk- ur og mjög eftirsóttur ungur Englendingur, sem þér þekktuð áður fyrr. Vandamálið: hvem- ig hægt er að hafa skipti á óvel- komnum eiginmanni fyrir eftir- sóttan Englending og samt halda peningunum.“ Hún horfði á hann agndofa. „Hafið þér nokkurn tíma heyrt talað um að hafa menn að fífli,“ hélt hann áfram. „Fífl er náungi, sem þér komizt í kynni við í spilavítinu, og segið sögu um eig- inmann, sem hefur morð í huga; fífl er náungi, sem þér biðjið að standa vörð hjá listisnekkju, á meðan þér látið niður í ferða- töskuna; fífl er náungi, sem sér hinn morðóða eiginmann læðast til baka eftir bátunum; fífl er náungi, sem hraðar sér um borð að læstum klefadyrum, ber á dyr, og verður aðalvitni yndis- legrar eiginkonu, sem var að enda við að skjóta eiginmann sinn í sjálfsvöm.“ Stúlkan hreyfði litla höndina óróleg. „Sniðugt,“ sagði Trant.“ Mjög sniðugt. En til allrar óhamingju er hér einnig um blauta máln- ingu að ræða.“ Hann benti á málninguna á hendinni á sér. „Ég greip um borðstokkinn á skútunni hérna við hliðina. Sjá- ið þér ólukkans málninguna á hendinni á mér. Það eru líka hvít fótspor á þilfarinu hérna fyrir utan.“ „Einhver stökk af nýmáluðu skútunni yfir á þilfarið hérna. Auðvitað, ég sá hann. En lítið þér á sólana á hinum fallegu skóm eiginmanns yðar. Eru þeir ekki sléttir og hreinir? Ekki vottur af málningu. Nú það var ekki eiginmaður yðar, sem stökk. Það var sá, sem er yður meðsek- ur. Án efa hinn töfrandi ungi Englendingur, sem þér þekktuð áður fyrr. Strax og hann var viss um að ég hefði séð hann stökkva, þurfti 'hann ekki annað að gera en að flýta sér til baka.“ Hann settist hjá henni á rúm- ið. „Viljið þér að ég segi yður, hvað skeði? Fyrst komuð þér elskhuga yðar fyrir úti í einum bátnum hér fyrir ofan. Svo —,“ og hann benti á næstum tóma viskýflöskuna — „gerðuð þér eiginmann yðar svo drukkinn að hann dó. Síðan rótuðuð þér til í klefanum og fóruð svo að leita yður að fífli upp í spilavítinu. Þegar þér höfðuð komið okkur fyrir við gott borð, þar sem ég sat með bakið að dyrunum að ÁGÚST, 1955 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.