Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 57

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 57
ar Lenu, það var meira að segja sagt að það væri „módel“-kjóll úr grænu og svörtu efni. Og af öllum vinstúlkunum var það sízt Lena, sem hún gat unnt þess að fá „módel“-kjól. Og hún vissi hvernig þær myndu tala í skólanum á eftir. Um það hvernig Lena hefði sigr- að hana. Það var vafamál, hvort hún ætti nokkuð að vera að fara á skóladansleikinn. Hún gat sagt, að hún hefði skyndilega orðið veik, fengið í hálsinn eða eitthvað slíkt. Það yrði sennilega eina úrræðið, en það var svo allt annað, hvort þær tryðu því. Ef hún hefði bara verið svo- lítið lagngri í höndunum, þá hefði hún getað breytt þeim ljósrauða. Það hefði sjálfsagt verið hægt að gera hann falleg- an, en hún var því miður mesti klaufi í höndunum. Hún hafði þegar reynt, að taka stóru, svörtu slaufuna, sem dinglaði svo bjánalega aftan á honum, og setja aðra minni, en það hafði gert hann enn bjánalegri, og svo átti hún í mesta basli með að setja hana á aftur. Hún burstaði hárið á sér vand- lega, og skoðaði andlit 'sitt ná- kvæmlega 1 speglinum. Það var allt í stakasta lagi með það; það var bara þessi kjóll. Þau myndu sjálfsagt öll eftir honum frá síð- asta ári, og sérstaklega var hún hrædd um, að John væri einn þeirra manna, sem tækju eftir slíku. Annars hafði hún aldrei verið hrædd við að mæta gagn- rýnandi augnaráði hans — en í kvöld, og sérstaklega þar sem Lena yrði í þessum yndislega . .. ÞEGAR hún kom inn í dans- salinn, dró hún sig í fyrstu var- fæmislega í hlé úti við inngang- inn, meðan hún leitaði í ákafa með augunum eftir Lenu og John. Lenu sá hún strax úti á gólf- inu, og ekki batnaði skap henn- ar við það, því kjóllinn var eitt- hvað það flottasta, sem sézt hafði á skóladansleik til þessa. Átti hún að laumast heim aftur. Hún gæti sagt að hún væri með höfuðverk, ef einhver spyrði. Nei, ekki dugði það. Nú var John búinn að koma auga á hana, og hann kom strax til hennar, hár og spengilegur. Og þá var allt í einu eins og það væri ekki svo slæmt allt saman. Hann dansaði við hana bæði fyrsta, þriðja og fimmta dansinn, og stuttu seinna eina þrjá, fjóra hvern á eftir öðrum. Það leið ekki á löngu þar til hún, eins og venjulega, var orð- in hin ókrýnda drottning dans- leiksins, sú sem allir kepptust ÁGÚST, 1955 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.