Heimilisritið - 01.08.1955, Side 62

Heimilisritið - 01.08.1955, Side 62
færa sjálfan sig um, að hann væri svo óskaplega ástfanginn af Lindu að hann gæti ekki lif- að án hennar, og leitaði hann í örvæntingu sinni einhverra bragða til þess að geta náð henni frá Bruce. Hann hét sjálfum sér því að spara hvorki útgjöld né ofbeldi, og ekkert óþokkabragð væri svo níðingslegt að hann neytti þess ekki, ef það gæti orð- ið honum til hjálpar. Vikurnar liðu, júlímánuður var brátt á enda. í Kinlock Hall iðaði Bruce af óþolinmæði og taldi dagana. Hann var í vímu af eftirvænt- ingu, og eina skýið á himni hans, var móðirin, sem ekki sýndi nein merki þess, að hún ætlaði að breyta framkomu sinni við Lindu. Hvernig myndi fara, þeg- ar hún yrði að hætta hússtjórn- inni og fá hana í hendur tengda- dótturinni? Myndi hún víkja sæti af frjálsum vilja, eða yrði hann að hafa afskipti af því? Hann fann enga lausn á þessu vandamáli, því hann hafði búið með móður sinni alla ævi, og honum datt ekki í hug að hún gæti flutt aftur til London. Brúðkaupið var ákveðið 20. september, og nú var dagurinn svo nærri að allir á Kinlock Hall voru önnum kafnir við undirbún- ing veizlufagnaðarins. Gegn and- mælum Lindu hafði Bruce feng- ið henni stóra peningaávísun, og þegar hún tók við henni, hló hún. „Það er kanske ekki svo vit- laus hugmynd að ég geymi sjálf mína eigin peninga,“ sagði hún, „því ef þú reynist ekki eins góð- ur við mig og ég hef hugsað að þú verðir, þá get ég sko skákað þér.“ „Svona máttu ekki tala,“ svar- aði hann ákafur, „jafnvel þó það sé bara í gamni. Ég get ekki hugsað til þess að þú myndir kannske yfirgefa mig. Þú ert mér allt Linda, og ég veit ekki hvað ég myndi gera, ef ég yrði án þín aftur. Stundum fyllist ég kvíða og hræðslu, þegar mér verður hugsað um, hvað ég er ómaklegur alls þessa og hvílík ógæfa það yrði fyrir mig, ef eitt- hvað kæmi fyrir, sem eyðilegði allt.“ „En hvað ætti það svo sem að geta verið?“ spurði hún undr- andi. „Við elskum hvort annað og treystum hvort öðru, og þá er ekki til nein ástæða til að hræð- ast.“ Nokkrum dögum seinna ferð- aðist Linda til Glasgow með Agnesi. Hún ætlaði að kaupa nokkra kjóla, og Bruce tieið ó- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.