Heimilisritið - 01.08.1955, Side 63

Heimilisritið - 01.08.1955, Side 63
þreyjufullur á herragarðinum eftir endurkomu hennar. Hallar- salimir voru svo tómlegir og kaldir án hennar. Hann tók það til bragðs að vera sem mest utan húss, og einn daginn reið hann fram hjá Carn- forth-húsinu. Af tilviljun tók hann eftir því, að túnhliðið stóð opið, svo að hann reið að því og lokaði hliðinu. í sama bili kom hestasveininn þar að. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann. „Maurice hefði orðið reið- ur, ef hann hefði séð hliðið opið, en sem betur fer er hann ekki heima.“ „Jæja. Er hann í löngu ferða- lagi?“ spurði Bruce. „Já, hann er í Glasgow,“ svar- aði hestasveininn. 19. kapítuli ÞÆR Linda og Agnes bjuggu á einhverju dýrasta hóteli Glas- gowborgar, og gamla bamfóstr- an, sem aldrei hafði verið í stór- borg áður, var ákaflega hrifin af öllu, sem fyrir augun bar. Ef tími hefði verið til þess, hefði Linda tekið hana með sér og sýnt henni það fáséðasta og markverðasta, en nú gat ekki orðið úr því! Þegar þær voru að fara út frá hótelinu einhvem síðasta dag- inn, sem þær dvöldu þar, veitti Linda athygli litlum, svörtum bíl, sem lagt hafði verið við inn- ganginn. Það var eitthvað kunn- uglegt við manninn við stýrið, og þegar hún athugaði betur, sá hún að það var Maurice. „Maurice, ert þetta þú?“ „Er það sem ég sé? Linda!“ sagði hann og lét sem hann væri alveg undrandi. „Þetta var sann- arlega óvænt ánægja. Sæl, Agn- es.“ Agnes heilsaði honum kunn- uglega, því hún kunni ekki við að snúa upp á sig, þótt hún hefði ógeð á honum. Hann brosti út í annað munnvikið og sneri sér að Lindu. „Ef þið eruð að fara út í búð- ir, er velkomið að ég keyri ykk- ur,“ sagði hann. „Ég hef ekkert annað að gera, og það lítur út fyrir rigningu. Hvert eruð þið að fara?“ Linda þakkaði honum gott boð og tilgreindi eitthvert stærsta vömhús borgarinnar. „Við ætlum að skoða, hvað fæst þar,“ sagði hún. „Nú. það var heppni, að ég skyldi rekast á ykkur,“ sagði Maurice. „Ég var einmitt í vand- ræðum með, hvað ég ætti að gera af mér.“ „Verðurðu hérna lengi?“ spurði Linda. „Bara nokkra daga,“ flýtti ÁGÚST, 1955 61

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.