Heimilisritið - 01.08.1955, Page 64

Heimilisritið - 01.08.1955, Page 64
hann sér að segja. „Ég býst við að fara heim á mánudag. Hvað ætlarðu að kaupa í dag?“ „Ég ætla að máta ballkjól og dragt.“ Lindu þótti reglulega vænt um að hafa hitt Maurice. Hún hafði tekið hann alveg í sátt, og þau gátu rabbað saman eins og áður fyrr sem góðir félagar. Hann hafði líka reynt eftir beztu getu að sættast við Bruce, og hún von- aði að þeir gætu orðið kunningj- ar. Þegar þau óku upp að dyrum vöruhússins, opnaði Maurice dyrnar fyrir þeim og sagði: „Ég kem eftir örlitla stund. Ég ætla bara að leggja bílnum héma í hliðargötunni.“ „En — þú skalt ekki bíða eftir okkur,“ andmælti Linda. „Við verðum áreiðanlega lengi.“ „Ég ætla ekki að bíða,“ sagði hann brosandi. „Ég kem með inn.“ „Nei, það máttu ekki,“ ságði hún. „Af hverju ekki?“ „Það er ekki passandi að ó- kunnugur maður aðstoði Lindu við að máta og kaupa kjóla,“ sagði Agnes hvatlega. „En ég á sjálfur erindi hérna inn, Agnes. Mamma lét mig hafa lista yfir ýmislegt smávegis, og ég er að vona að þú munir að- stoða mig við innkaupin. Hérna eru fimm pund og innkaupa- listinn, og svo hittumst við hérna við aðaldyrnar á eftir.“ Hann tók undir armlegg Lindu ög leiddi hana að lyftudyrunum, en Agnes horfði tortryggnislega á eftir þeim. „Ég get áreiðanlega gefið þér einhver góð ráð,“ sagði hann, „og get vonandi orðið þér að liði. Ég hef sæmilegan smekk, skal ég segja þér, og ég veit hvað klæð- ir þig “ Hann var svo unglingslegur í framkomu, að það lá við að Linda færi að hlæja. Meðan hún skoð- aði kjólana, sat hann reykjandi í hægindastól, og að síðustu kom hún til hans með hvítan silki- kjól á handleggnum. „Er hann ekki óviðjafnanleg- ur?“ spurði hún. „Sjáðu bara, ég ætla að máta hann.“ Hún skrapp í annað herbergi, og hann einblíndi á eftir henni með löngunarfullu augnaráði. Hingað til hafði alt gengið að óskum, og hann ætlaði ábyggi- lega að sjá um, að ekkert yrði úr brúðkaupi Lindu og Bruce. Klukkan var langt gengi tvö, þegar Linda hafði lokið við það sem hún þurfti að gera; og bless- aður maðurinn fylgdi henni nið- ur. 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.