Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 64

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 64
hann sér að segja. „Ég býst við að fara heim á mánudag. Hvað ætlarðu að kaupa í dag?“ „Ég ætla að máta ballkjól og dragt.“ Lindu þótti reglulega vænt um að hafa hitt Maurice. Hún hafði tekið hann alveg í sátt, og þau gátu rabbað saman eins og áður fyrr sem góðir félagar. Hann hafði líka reynt eftir beztu getu að sættast við Bruce, og hún von- aði að þeir gætu orðið kunningj- ar. Þegar þau óku upp að dyrum vöruhússins, opnaði Maurice dyrnar fyrir þeim og sagði: „Ég kem eftir örlitla stund. Ég ætla bara að leggja bílnum héma í hliðargötunni.“ „En — þú skalt ekki bíða eftir okkur,“ andmælti Linda. „Við verðum áreiðanlega lengi.“ „Ég ætla ekki að bíða,“ sagði hann brosandi. „Ég kem með inn.“ „Nei, það máttu ekki,“ ságði hún. „Af hverju ekki?“ „Það er ekki passandi að ó- kunnugur maður aðstoði Lindu við að máta og kaupa kjóla,“ sagði Agnes hvatlega. „En ég á sjálfur erindi hérna inn, Agnes. Mamma lét mig hafa lista yfir ýmislegt smávegis, og ég er að vona að þú munir að- stoða mig við innkaupin. Hérna eru fimm pund og innkaupa- listinn, og svo hittumst við hérna við aðaldyrnar á eftir.“ Hann tók undir armlegg Lindu ög leiddi hana að lyftudyrunum, en Agnes horfði tortryggnislega á eftir þeim. „Ég get áreiðanlega gefið þér einhver góð ráð,“ sagði hann, „og get vonandi orðið þér að liði. Ég hef sæmilegan smekk, skal ég segja þér, og ég veit hvað klæð- ir þig “ Hann var svo unglingslegur í framkomu, að það lá við að Linda færi að hlæja. Meðan hún skoð- aði kjólana, sat hann reykjandi í hægindastól, og að síðustu kom hún til hans með hvítan silki- kjól á handleggnum. „Er hann ekki óviðjafnanleg- ur?“ spurði hún. „Sjáðu bara, ég ætla að máta hann.“ Hún skrapp í annað herbergi, og hann einblíndi á eftir henni með löngunarfullu augnaráði. Hingað til hafði alt gengið að óskum, og hann ætlaði ábyggi- lega að sjá um, að ekkert yrði úr brúðkaupi Lindu og Bruce. Klukkan var langt gengi tvö, þegar Linda hafði lokið við það sem hún þurfti að gera; og bless- aður maðurinn fylgdi henni nið- ur. 62 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.