Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 67

Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 67
SPURNINGAR OG SVÖR. (Framhald af 2. ká-pustðn). sagt, að það væri frá þcr. Þá hefði hann rennt grun í hvernig þér líður og kann- ske bætt ráð sitt. Þar að auki er einmitt svona ástatt á fleiri heimilum en þú heldur, svo að ckkert hefði þurft að vitn- ast um að þú hefðir skrifað það frekar en cinhver önnur. Og þctta gæti orðið þér svolítill létt- ir, því sælt er sameiginlegt skipbrot. Hins vegar verður þú að gera það upp við sjálfa þig, hvort þú vilt heldur gefa upp alla von og skilja við manninn, eða sætta þig við orðinn hlut. Margar kon- ur fyrirgefa mönnum sínum smá víxl- spor. Þær vita að þær eiga í rauninni ást hans — hann komi ævinlega til þeirra aftur — og fórna ekki hamingju heim- ilis og barna, heldur sýna hetjuskap og stórmennsku og láta sem ekkert sé. Hitt er annað mál, að ef hann er óþol- andi á heimili og þú ert farin að hafa ógeð á honum af cinhverjum ástæðum, þá skal ég síðust allra verða til þess að ráða þér frá að skilja við hann. FYRRI UNNÖSTAR VÍKI! Svar til „Önnu": — Ef þú ert trúlof- uð manni, held ég í trúnaði sagt, kæra mín, að þú ættir ekki að skrifast á við fyrri unnusta þína, ef þú metur kær- astann einhvers. Þú gætir til dæmis sagt þessum, sem þú talar um — jafnvel skriflega — að hann megi í fyrsta lagi skrifa þér eftir að þú ert gift! „ÓSKIRNAR RÆTAST . . . “ Svar til „A.M.— Ég hef mikla samúð með þér og vildi að ég væri megnug þess að rétta þér einhverja hjálparhönd. Bréfið er líka svo áhrifa- mikið og vel stílað, 02 réttritunin er svo góð, að þú þyrftir ekki að fara í nema lítilsháttar kvöldnámskeið eða einkatíma og læra t. d. bókhald eða hraðritun, þá fengirðu áreiðanlega skrif- stofuvinnu við þitt hæfi ■— eins og þig langar ril. Varðandi skaðabæturnar vil ég bcnda þér á að tala við forstjóra eða skrifstofu- stjóra tryggingastofnunar ríkisins. Ef þú flytur mál þitt svipað við þá og þú gerir í bréfinu til mín, veit ég að þeir sýna þér fulian og réttmætan skilning. Þú gætir líka skrifað stofnuninni og gert fyrirspurn. HVER ER SJÁLFUM SÉR NÆSTUR Svar til „Ausu': — Ég vona að þú fyrirgefir þótt ég svari þér hérna, því ég ábyrgist, að engan gruni, hver þú ert. — Mér finnst hugsun þín ákaflega falleg, en það er margreynt, að svona hjálparstarfsemi reynist örðug eða ó- kleif, jafnvel þótt ástvinir eigi í hlut. — Þú spyrð, hvort þú eigir ekki að skipta þér af máli, sem þér kemur ekki við, og ég verð að svara því játandi í þessu tilfelli, því ég hef enga trú á að þú hafir annað upp úr krafsinu en óþarfa á- hyggjur, einkum þar sem þið eruð ekki bundin neinum tilfinningatengslum. Og ef eitthvað er í manninn spunnið, tekur hann sig á sjálfkrafa — kannske einmitt engu síður ef enginn er að rexa í hon- um, og hann fær sjálfur að rasa út og átta sig í friði á alvöru lífsins. Ef þér liggur eitthvað á hjarta og þu þarft að ráðfœra þig við vin þinn um áhyggjur J>ínar eða eitthvað slíkt, skaltu skrifa Evu Adams, Heimilisritið, Garðastrœti 17, Reykjavík. Enginn nema hún sjálf faer að sjá bréf þitt. Eva Adams HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafcll, Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Baldursgötu 9, Reykjavík, sími 5314. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. — Verð hvers heftis er 10 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.