Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 12
og að öllum líkindum hefur þetta verið einhver sú fjörugasta úti- samkoma, sem nokkru sinni hefur verið haldin á þessu fræga torgi. Nú átti Eiríkur og félagi hans ekki nema tvær flöskur eftir og mundu þá eftir sínum upphaflegu erindagjörðum. Með tvo lítra upp á vasann slangruðu þeir eftir Austurbraut- inni og náðu sér í tvær stúlkur eftir að hafa hresst þær á kon- jakinu. 1 bakaleiðinni hitta þeir nokkra vegfarendur og mörgum þeirra er boðið með heim. Þegar þeir að lokum koma heim aftur, eru boðsgestirnir orðn- ir um 20 að tölu og allir leita þeir hælis í þessu eina herbergi. Drykkjan varð slík að hverfa verður aftur til víkinganna fomu til þess að finna jafnoka hennar. Hér var ekki dreypt á brennivíni, heldur var því slokað niður. Ekki eru allir sömu prúðmennin þegar þeir verða kenndir, og ein- stakar urðu ofstopafullir og há- værir. En Eiríkur er ekki maður, sem lætur vaða ofan í sig. Jafnvel meðal mestu slagsmálahunda bæjarins er talað með mikilli virðingu um kjaftshöggin hans Eiríks. Margur sláninn, sem reynt hefur hrekki og hnífabrellur við Eirík, hefur fengið duglega á hann. Því reyndist honum ekki erfitt að kasta þeim á dyr, sem hann óskaði ekki eftir að hafa fyrir gesti sína lengur. Margir sofnuðu á gólfinu og fengu að liggja í friði, þar sem þeir duttu niður. Stundarfjórðung yfir þrjú um morguninn var tóbakið þrotið og Eiríkur skrapp út á götuna til að „slá". Hann fékk tvær sígarettur hjá verkamanni, sem var að koma af næturvakt og í þakklæt- isskyni skauzt Eiríkur inn eftir 4 mjólkurflöskum af þrúgusaft. Það getur kallast rækileg borgun fyrir tvær sígraettur. Strax þegar verzlanir voru opnaðar um morguninn, keypti Eiríkur 25 lítra glerkút. Hann var fylltur upp í stút af brennivíni og bundin aftan á reiðhjól. Enn þann dag í dag getur hann ekki gert sér grein fyrir, hvert hann hafði hugsað sér að fara með hinn glæra konjaks-kút. Meðfram kútnum hafði Eiríkur stungið mjólkurflöskum niður með ólunum til öryggis, og þegar hann hitti einn félaga sinna neðar í götunni, bauð hann að sjálfsögðu upp á einn lítinn. Riddaralega dregur hann eina mjólkurflösku upp og gleymir kútnum. Hann lendir í götunni með háværum smell og 25 lítrar af „konjaki" fljóta yfir rennusteinana. Fólk í nágrenninu, sem heyrt 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.