Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 20
sinn hvorki hægt né mjúklega. Ég vissi ekkert nema að ég var með honum og hann var dásamlegur og ég endurgalt kossa hans hugsuríarlaust. Til eru fleiri leiðir en ofbeldi til þess að fá fyrirhyggjulausa, sak- lausa stúlku til þess að gefa upp alla mótspyrnu, tapa öllum skiln- ingi á réttu og röngu, og Eric þekkti 'þær. Áður en kvöldið var á enda, hafði Eric yfirunnið mig fullkomlega. Þegar ég fór upp í herbergið mitt, bað ég til guðs, að Mary Jane væri sofandi. Hún var það. Ég hefði ekki getað horft í róleg, skærbrún augu hennar. En ' morguninn eftir hófst hin hræðilega sýndarmennska gagn- vcrrt Mary Jane og hinum stelpun- um — og jafnframt blekkti ég sjálfa mig. Ég taldi þeim og sjálfri mér trú um að Eric Blakely, stjarnan mikla, væri með mér, vegna þess að ég væri svo að- laðandi, svo eftirsóknarverð og skemmtileg, þó hinn ægilegi sann- leikur væri sá, að á vegi hans harði 'orðið óhamingjusöm, veik- geðja stúlka, sem var svo laus á kostunum, að hún hafði látið hann komast yfir sig. Vegna þess hve vesæl ég hafði verið, hafði ég haldið að ég gæti í skyndi bætt mér upp umliðna ógæfu, en sú varð ekki raunin. Lífsleiðin bjó enn innra með mér og var nú mun víðtækrai en áður; atlot Erics og stefnumótin við hans sefuðu aldrei sektartilfinn- inguna og sársaukann, sem ég var sífellt haldin af. Líða tók á sumarið og ég hélt áfram að sniðganga sannleikann. Stelpurnar í heimavistinni hvísl- uðust á, þegar ég gekk framhjá. Ég gat vctrla litið framan í Mary Jane. Ég vissi, að þær höfðu getið sér til um Eric og mig. En ég hafði ekki kjark í mér til að hætta við hann. Oft þegar Eric var sjálfselskufullur og tillits- laus, hugsaði ég: nú bind ég endi á það. Samt hélt ég áfram að elska hann og telja mér trú um, að hann myndi biðja mín. Tveimur dögum áður en sum- arnámskeiðið var á enda, var hin árlega skautasýning sett á svið. Þar sem Eric var atvinnu- maður, tók hann ekki þátt í áhugamanna-sýningu, en fór þrátt fyrir það á æfingar. Daginn fyrir sýninguna, fórum við til að horfa á Kitty æfa sólóið sitt. Hún var afburðagóð á skautum, við- felldin og lagleg, sterkbyggð og og hraust eins og uxi, en það gerði það sem skeði jafnvel enn hlægilegra. Ég var að sækja kaffi, þegar það skeði. Ég heyrði óp, og í því að ég kom aftur að skautasvell- 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.