Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 23
heyTa, að mér varð ekki ljóst, að Eric hafði aldrei nefnt, að hann elskaði mig né heldur hafði hann raunverulega beðið mín. Eric hélt ófram að tala og við ókváð- um að hittast í Quebec tveim vik- um síðar og hann ætlaði að gera ráðstafanir til þess að ég fengi áheyrn hjá forstjórum fyrirtækis- ins. ÞEGAR ég loksins fór í háttinn þetta kvöld eftir að hafa kvatt Eric, fann ég ekkert til sársauk- ans, sem ég hafði oft fundið til árið áður. Ég var taugaóstyrk og full tilhlökkunar vegna tilhugs- unarinnar um að verða atvinnu- skautamær, en með Eric mér til aðstoðar, vissi ég, að mér gat ekki mistekizt. Umfram allt var ég þó gagntekin hamingju og gerði mér í hugarlund, hvernig það yrði að vera gift Eric. Mamma og pabbi gáfu mér treglega leyfi til að láta prófa mig i Quebec. Ég býst við að þau hafi orðið vör við þrjózkuna, sem verið hafði í mér upp á síðkastið og óttast að ég myndi fara mínu fram nú þegar ég var orðin átján ára, og þeim var mjög umhugað um að koma í veg fyrir fjölskyldu- rifrildi. Ég hlustaði naumast á ráð- leggingar mömmu, þegar ég fór upp í lestina. Hugsanir mínar voru langt í fjarska í Quebec hjá Eric og heimi sýningarfólksins.. Hún vill mér vel, hugsaði ég, en hún skilur ekki hvað ég er að ganga í gegnum. Ég á engin orð til að lýsa hug- aræsing óreyndrar stúlku, sem tekur fyrsta skrefið inn í heim atvinnu sýningarstarfsins. Ég var mjög taugaóstyrk á meðan for- stjórarnir reyndu mig og mér fataðist í sumum einföldustu at- riðunum, sem ég hefði getað leik- andi á heimasvellinu. En forstjór- amir voru skilningsríkir og þeim var ljóst, að taugaóstyrks gætti hjá mér. Eftir að hafa ráðgast sín á milli nokkra stund, sögðu þeir mér, að ég hefði staðið mig vel og þeir sæu, að ég hefði góða þjálfun, og útlit mitt væri mér mjög í hag. Þeir væru vissir um að með æfingunni myndi mér aukast sjálfstraust, og þeir hefðu samþykkt að ráða mig. Ég gat varla trúað því, eftir að allt var afstaðið og ég var aftur á leiðinni til gistihússins. Ég hafði undirritað samning um að skauta með sýningarflokknum allt starfs- tímabilið, og þeir ætluðu að borga mér crttatíu dollara á viku! Þar sem ég hafði aldrei haft aðra peninga undir höndum en vasa- peningana, sem ég fékk hjá for- eldrum mínum, fannst mér þetta dágóður skildingur. Ég hafði beð- JANÚAR 1957 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.