Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 30
STrt, q *a , ■ ok'« i ignsdyraveiðm eftir „Sald" ÞAÐ VAR metnaðarmál og •ásetningur írú Pakkeltid að skjóta ’tígrisdýr. Ekki svo að skilja, að drápsfýsn hefði skyndilega grip- ið hana, né heldur, að henni fyndist hún skilja við Indland sem heilnæmara land, ef hún fækkaði villidýrum þess um lítið brot pr. milljón íbúa. Nei, nauð- synin, sem rak á eftir henni var sú, að Lína Bimberton hafði far- ið ellefu mílna leið í flugvél með algerískum flugmanni, og talaði ekki um annað seint og snemma. Ekkert minna en tígrisskinn, aflað með eigin hendi, ásamt ríkulegri uppskeru af blaðaljósmyndum, gat jafnað vogarskálamar. Frú Pakkeltid hafði þegar í huganum skipulagt kvöldboðið, sem hún ætlaði að halda í húsi sínu við Curson Street í London, að nafn- inu til í heiðurskyni við Línu Bimberton, með tígrisskinn blas- andi við allra augum, og á allra vörum. Hún hafði einnig í hug- anum gert nælu úr tígriskló, sem hún ætlaði að gefa Línu á næsta afmælisdegi hennar. I heimi, þar sem hungur og ást hafa verið taldar hinar ráðandi hvatir, var frrú Pakkeltid undantekning, gerðir hennar og fyrirætlanir stjórnuðust aðallega af óbeit hennar á Línu Bimberton. Atvikin reyndust hliðholl. Frú Pakkeltid hafði boðið þúsund rúpíur fyrir að fá tækifæri til að skjóta tígrisdýr án allt of mikillar áhæítu eða áreynslu, og svo hagaði til, að nálægt þorp gat státað af að eiga í nágrenni sínu tígrisdýr af sómasamlegu ætterni, er hafði af ellihrumleika orðið að hætta meiri háttar veiði- skap, en varð nú að láta sér nægja að seðja svengd sína á smávaxnari húsdýrategundun- um. Vonin um að vinna þúsund rúpíur hafði góð áhrif á sport- áhuga bæjarbúa. Börn voru látin vera á verði nótt og dag í jaðri frumskógarins utan við þorpið til að reka tígrisdýrið til baka, ef svo ólíklega vildi til, að dýrið fyndi upp á að gera sig líklegt 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.