Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 32
„Þeyl” sagði frú Pakkeltid, og á sama augnabliki byrjaði tígris- dýrið að mjaka sér í áttina að fórnardýrinu. „Nú! nú!" sagði ungfrú Mebb- in æst; „ef það snertir ekki geit- ina, þurfum við ekki að borga hana." (Agnið var ekki innifalið). Riffillinn kvað við með háum hvelli, og villidýrið stökk til hlið- ar og valt því næst um stein- dautt. Eftir andartak hafði'sægur af æstum innfæddum safnast saman á sviðinu, og hróp þeirra fluttu fljótt gleðitíðindin til þorps- ins, þar sem bumbur voru þegar barðar til að fagna sigrinum. Og sigurhrós þeirra og gleðilæti bergmálaði strax í brjósti frú Pakkeltid. Kvöldverðarboðið í Curson Street virtist nú óendan- lega miklu nær. Það var Lúísa Mebbin, sem vakti athygli á þeirri staðreynd, að geitin var í dauðateygjunum af banvænu skotsári, en hinsveg- ar fannst enginn vottur um dcruðaverkanir riffilsins á tígris- dýrinu. Auðséð var, að skakkt dýr hafði verið hæft, og að villi- dýrið hafði látist af hjartaslagi, er orsakast hafði af skothvellin- am, ásamt ellihrumleika á hæsta stigi. Frú Pakkeltid brá skiljan- lega illa við þessi tíðindi, en hvað um það, hún var í öllu falli eig- andi dauðs tígrisdýrs, og þorps- búarnir, sem mest hugsuðu um þúsund rúpíumar, tóku með gleði þátt í þeim skáldskap, að hún hefði skotið villidýrið. Og ung- frú Mebbin var launuð lagskona. Þessvegna stóð frú Pakkeltid frammi fyrir myndavélunum létt í skapi, og myndafrægðin barst um víða vegu, allt frá Texas Weekly Snapshot til hins mynd- skreytta mánudagsblaðs Novoe Vremya. Að því er snerti Línu Bimberton, neitaði hún að líta í myndskreytt blað vikum saman, og þakkarbréf hennar fyrir þegna tígrisklóanælu í afmælisgjöf, var snilldarverk á sviði niðurbældra tilfinninga. Kvöldboðinu hafnaði hún; það eru takmörk, og sé far- ið yfir þau, geta niðurbældar til- finningar orðið hættulegar. Frá Curson Street ferðaðist tígr- isfeldurinn út í sveit til Manor House, hvar það var skoðað og vakti aðdáun sveita-aðalsins, og það sýndist því ekki nema einkar smekklegt og viðeigandi þegar frú Pakkeltid fór á bún- ingadansleik greifadæmisins í gervi veiðigyðjunnar Díönu. En hinsvegar neitaði hún að sam- þykkja þá freistandi tillögu frá Klovis, að sérhver skyldi klæð- ast á dansleiknum skinnum af þeim dýrum einum, er viðkom- andi persóna hefði lagt að velli. „Ég myndi að vísu ekki verða 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.