Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 33
um of dúðaður," viðurkenndi Klo- vis, „með eitt eða tvö vesöl kan- ínuskinn á kroppnum, en," bætti hann við og leit dálítið meinlega á hinn umfangsmikla líkamsvöxt Díönu, „vöxtur minn er engu síðri en rússnesku ballettdansaranna." „En hvað öllum myndi verðd skemmt, ef þeir vissu hvemig þetta bar til í raun og vem," sagði Lúísa Mebbin fáeinum dög- um eftir dansleikinn. „Hvað eigið þér við?" spurði frú Pakkeltid snöggt. „Hvernig þér skutuð geitina en hrædduð tígrisdýrið til dauða," sagði ungfrú Mebbin með sínum óaðlaðandi gamanhlátri. „Enginn myndi trúa því," sagði Pakkeltid. „Lína Bimberton myndi gera það," sagði ungfrú Mebbin. And- lit frú Pakkeltid tók á sig óhugn- anlegan grænleitan litbl'æ. „Þér mynduð þó aldrei koma upp um mig?" sagði hún. „Ég hef séð sumarbústað nærri Darking, sem mig myndi langa mikið til að kaupa," sagði ungfrú Mebbin í kærúleysislegum tón. „Hann kostar ekki nema sex hundruð og áttatíu sterlingspund. Agæt kaup, en því miður á ég ekki svo mikla peninga." Fallegi sumarbústaðurinn henn- ar Lúísu Mebbin er aðdáunarefni allra, er hann sjá, og ekki eru vinir hennar síður hrifnir af tígris- liljunum, sem hún hefur ræktað í garðinum sínum. „Það er furðulegt hvemig Lúísa hefur efni á þessu," er almennt álit þeirra. Frú Pakkeltid gefur sig ekki meira að villidýraveiðum. „Aukaútgjöldin við þær eru of mikil," svarar hún spurningum vina sinna. * Nútíma þœgindi Það var einhverju sinni í miðri kvölddagskrá útvarpsins að stöð- in bilaði, aldrci þessu vant, og varð all-langt hlé á útsendingunni. — Ekki bætti það úr skák að þulur var ekki viðlátinn þessa stund- ina, en kom þó um síðir og bað hlustendur að afsaka þessa trufl- un. Að því búnu fór hann fram á það við magnaravörð, að komið yrði upp hátalara á salerninu, svo að þulir gætu fvlgzt með útvarpi, hvernig sem á stæði. Magnaravörður taldi mikil vandkvæði á þessu, og sagði: „Verður það bara ekki til þess að þið sitjið þar öllum stundum?" Daginn eftir var þulum fcngið ferðatæki. JANÚAR 1957 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.