Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 01.01.1957, Blaðsíða 51
handverk sitt. Enginn myndi þeklcja hana í þessu nýja „gervi". Meðan hún virti þessa nýju per- sónu fyrir sér í speglinum, fór hún enn einu sinni yfir „hernað- aráætlun" sína gegn Svartstakk: „Og svo skal hann fá að standa nakinn og blygðunarfullur,” mælti hún að endingu, hörkulega cg teygði sig eftir nákvæmri eftir- líkingu af sexskota Browning- skammbyssu, er hún hafði fengið til láns úr áhaldasafni leikhúss- ins, er hún vann hjá. Þar hafði hún reyndar einnig fengið gervið, sem hjálpa átti særðum tilfinn- ingum hennar til að fá fulla upp- reisn. Hún veitti ekki athygli dökkum skugga, sem yfirgaf herbergið, svo að segja jafn snemma og hún. Hún sá ekki heldur, þegar skuggaveran hvarf inn í svarta biíreið um leið og hún steig inn í nýja kádiljákinn sinn og ók af stao. Þess vegna var hún ekkert undrandi þótt svört bifreið stæði fyrir framan Oxford Street 101A, þegar hún lagði bílnum sínum fyrir framan gangstéttina. Hún slökkti ljósin og hallaði sér fram á stýrið. Gegn um framrúðuna sá hún húsið, sem var fremur lítið en snoturt, tvílyft steinhús, umgirt fögrum trjágarði. Það hafði tekið hana stundar- fjórðung að athuga húsið utan og umhverfi þess. Hún uppgötvaði aðeins ljcs í einum glugga á efri hæðinni. Þegar hún skreið inn um gluggann á neðri hæðinni, kom hún inn í eldhúsið. Hún fór að öllu eins og þaulreyndur inn- brotsþjófur. Hlustaði gaumgæfi- lega eftir minnsta hljóði, skimaði út í myrkrið og fór fet íyrir fet, til þess cið rekast ekki á neitt, sem valdið gæti hávaða. Þetta var æfintýri að hennar skapi, og blóðið ólgaði í æðum hennar, og hver taug í líkamanum var spennt til hins ýtrastc. HÚN KOM að honum, þar sem hann var í baði. Hr. Willy Smith lá þarna makindalega í baðkar- inu og las eldhúsreyfara. Það rauk upp af heitu vatninu og yfirborð þess var löðrandi sápu- froða. A stólnum rétt hjá baðkar- inu lá Svartstakks gervið hans, efst skyrtan, hatturinn, hansk- amir og gríman. Honum virtist ekkert brugðið, er hún kom inn með Browning- skammbyssuna og miðaði herlni á hann. Hann hlýddi orðalaust, er hún skipaði honum að rétta upp hendurnar, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Líkast því sem þetta væri aðeins atriði í gaman- leik. Hár hans var hrafnsvart og sjálfliðað og hið meinlega bros hans gaí andlitinu sérkennilegan JANÚAR 1957 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.