Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 15
„Ekki í vínbúð — vesalings þjáði maður!“ hrópaði ekkjan óþolinmóð. „Fáið yður það í kránni.“ „Ó, drottinn min, frú mín góð! Hve — hve mikið á ég að biðja um?“ Elrkjufrú Batley hugsaði sig um. „Tvöfaldan skammt. Drekkið hann í flýti. Borgið hann og ann- an tvöfaldan um leið. Drekkið hann fljótt líka. Hlaupið síðan heim, til að koma blóðinu vel á hreyfingu og ég skal hafa heitt kaffi tilbúið, og góðan kvöld- verð, og logandi á arninum —“ Og hann arkaði af stað til krárinnar, þakklátur í hjarta sínu — því þetta var hrekklaus maður — en ekkjan hugsaði sem svo, að sennilega hefði einfaldur skammtur nægt. En ef til vill var þessi skammt- ur, sem hún hafði fyrirskipað, öruggastur. Hún var enginn skynskiptingur, og var manna fúsust til að viðurkenna það. Hún kunni lagið á karlmönnum, og ef hún gæti ekki fengið mein- leysis mann, eins og Bill Simp- son, þegar losnað væri um tungutak hans og allar varnir í molum, til að segja hin örlaga- ríku orð — eða talið honum trú um, að hann hefði sagt þau. — Já, ef ekkjufrú Batley yrði ekki trúlofuð áður en kvöldið væri allt, þá myndi hún halda heim afar undrandi kona. Ekkjufrú Batley hélt heim afar undrandi kona.“ „Ég held ég skilji,“ greip ég fram í fyrir sögumanni. „Hún hefur misreiknað sig á skammt- inum, og í stað þess að gera hann málugan og varnarlausan.. og auðvelda bráð fyrir sam- vizkulausan kvenmann, hefur hún ofgert við hann og gert hann mállausan. Hann hefur ekki getað komið upp þessum örlagaríku orðum, og þannig varðveitt frelsi sitt um aldur og ævi.“ „Engan veginn, herra minn,“ sagði barmaðurinn. „Og ef þér munið það, tók ég fram-í upp- hafi, að sambandið milli snáka og hjónabands hefði í raun og veru leitt til þess, að hann kvæntist." „Satt. En nú segið þér —“ „Bill Simpson kvæntist Milly Grant, dóttur veitingamannsins, sex mánuðum síðar. Hann bað hennar eftir síðari tvöfaldan viskýsnafsinn. Hann var feiminn maður, og hann hafði árangurs- laust reynt að herða upp hug- ann til að biðja hennar í nálega þrjú ár. Það sama aftur, herra minn?“ * HEIMILISRITIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.