Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 39
islífi, koma innlendar frétíir hon- um stundum að óvörum. Þannig var það um trúlofun furstans. Þegar Onassis heyrði fréttina, flýtti hann sér að gefa Rauða krossi Monacos, uppáhalds- stofnun Rainiers, 1.000 pund, og sagði um hið tilvonandi brúðkaup ,,Það bezta, sm komið gat fyrir Monte Carlo.“ œ=5^== Slóttug tígrisdýr Frakki var á förum til Indlands, og vinur hans einn brýndi fyrir honum að láta ekki undir höfuð Icggjast að fara á tígrisdýraveiðar. „Það cr ekki nokkur vandi,“ sagði hann. „Þú bindur geit við tré úti í skógi að kvöldlagi og jarmið í geitinni dregur að sér tígrisdýrið. Þú situr uppi í tré skammt frá. Þegar dýrið kemur, miðar þú milli augnanna, sem glóa í myrkrinu, og það steinliggur." Þegar hann kom heim, spurði vinurinn, hve mörg tígrisdýr hann hefði drepið. „Ekki eitt cinasta," sagði hann dapurlega. „Þau eru orðin alltof slóttug. Nú koma þau tvö saman, og hvort um sig lokar öðru aug- anu, svo þú skilur . . .“ Iílýlegt viðmót H. K. L. var eitt sinn á leið heim til sín frá Reykjavík, og stýrði sjálfur bílnum eins og venjulega. Þegar hann kom upp í Mosfells- sveitina heyrði hann allt í einu undirgang í fjarska, og sá bráðlega stóran vörubíl á eftir sér, sem hafði hraðan á. Gaf vörubílstjórinn óspart til kynna með hljóðmerkjum að hann vildi aka fram úr skáld- inu, en óhægt var um vik, því vegirnir voru í hinu fræga ástandi. Vörubílstjórinn gcrði samt nokkrar tilraunir í þá átt, og lauk einni þeirra svo, að hann ók á bíl Laxness og velti honum á hliðina út ’í skurð. Varð hinum önnum kafna bílstjóra alihverft við þennan at- burð, stöðvaði vagn sinn og gekk út til að athuga vegsummerki. Er hann kom að skurðinum opnaðist hliðarrúðan sem upp vissi, skáld- ið rak út böfuðið og spurði: „Var það nokkuð fleira?“ Erfidrykkja Það hafði farið fram jarðarför og prestinum var boðið í kaffi heim til ættingja hins látna. Rétt áður en presturinn ædaði að fara að þakka fyrir sig, kom Ólína gamla með enn eitt kökufat. „Nei takk,“ sagði presturinn, „ég get ómögulega komið meiru niður.“ „Já, en presturinn verður nú að smakka, á þessum kökum,“ sagði Ólína gamla. „Það cr nefnilega líkið sjálft, sem hefur bakað þær.“ HEIMILISRITIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.