Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 35

Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 35
Eg átti aldrei neinar gleðistundr ir í uppvextinum, vegna þess að ég mátti ekki eiga pilta fyrir vini né taka þátt í skemmtanalífinu í skólanum. Pabbi sagði, að hann myndi finna handa mér eigin- mann, þegar tími væri til kominn, en þangað til eetlaði hann að sjá um, að ég lenti ekki á glapstigum. Eg hætti að læra, þegar ég var sextán ára og fór að vinna hjá pabba í veitingahúsi, sem hann átti í Oakport. Þannig kynntist ég Lennie Tyler. Hann átti bújörð nokkrar mílur fyrir utan borgina, en einu sinni í viku kom hann þangað til að selja grænmeti. Pabbi verzlaði við Lennie, og stundum gaf ég mig á tal við hann, þegar pabbi sá ekki til. Lennie var 10 árum eldri en ég — alls ekki laglegur, en svo við- felldinn, að maður gleymdi því. Hann bjó með móður sinni og yngri bróður, og oft sagði hann mér, hve mjög hann legði að sér til þess að reyna að láta jörðina bera sig. Þegar faðir hans dó, var hún í talsverðri niðurníðzlu. Þá hafði Lennie verið í hemum. Strax og hann losnaði, hélt hann heim og fór að vinna. Einn góðan veðurdag myndi hann eiga jörð, sem hann gæti verið stoltur af. Hann sagði mér líka frá mörgu öðru í þessum viðræðum okkar. Frá Ben, bróður sínum, sem var andlega vanþroskaður. Almennt var álitið að setja þyrfti hann á hæli. ,,Ég skal aldrei gera það," var Lennie vanur að segja- „Vesalingurinn gerir ekki flugu. mein. Víst er hann rriér erfiður stundum, en hann er bróðir minn, og ég ætla að hafa hann heima á meðan hann lifir." Einu sinni eða tvisvar kom Lennie með Ben með sér í vöru- bílnum, þegar hann kom til borg- arinnar. Hann var fimmtán ára, en hagaði sér líkara því að hann væri fimm ára. Ég vorkenndi honum, en fannst hann lcmsamur að eiga bróður, sem var honum svo góður. Ég hafði þekkt Lennie í tvö ár, þegar hann bauð mér út með sér. Ég varð undrandi. Ég vissi ekki, að hann hugsaði um mig á þann hátt. Hann hló að svipnum, sem kom á mig. „Hvað er að, Ursula? Hefur enginn reynt að bjóða þér út fyrr?" Ég hristi höfuðið. „Mér er ekki leyft að fara út. Pabbi vill það ekki." Lennie setti upp undrunarsvip. „Enga vitleysu!" sagði hann. ,,Ég vissi ekki, að þannig feður væru til nú á dögum." „Þá þekkir þú pabba ekki," sagði ég gremjulega. „Hann lifir ennþá í gamla tímanum." Lennie glotti. „Ég er hissa á, að MARZ, 1957 3S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.