Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 40
gekk út að glugganum. Jæja, hvað sem öðru leið, var lands- lagið dásamlegt ... Eg klæddi mig og fór út úr her- berginu án þess að vekja Lennie. Ég ætlaði að hafa morgunverðinn tilbúinn, þegar hann kæmi niður. Ben var kominn niður í eldhús- ið. Ég stanzaði í dyrunum, þegar ég sá hann. Hann sat hokinn yfir skál með hrísgrjónum, mokaði þeim upp í sig með lúkunum og var einna líkastur skepnu, sem slafrar yfir æti sínu. Þegar hann sá, að ég horfði á hann, ýtti hann diskinum fram af borðinu. Síðan stóð hann á fætur og hrökklaðist upp að veggnum. „Farðu burt," sagði hann. „Þú átt ekki að vera hér!" „Jú, Ben," svaraði ég vingjam- lega. „Nú á ég heima hér, en vertu óhræddur. Ég geri þér ekki mein." „Þér er það líka fyrir beztu," sagði hann, „annars myndi Lennie ekki vilja hafa þig." Ég vissi, að Ben gat ekki að því gert, hvernig hann var, en mér leið illa að þurfa að horfa á hann með slapandi munninn og fávitaskapinn á andlitinu. Um leið og ég sótti tusku til þess að hreinsa burt hrísgrjónin, sem hann hafði hellt niður, sagði ég: „Þú mátt ekki hella á gólfið, Ben. Það er ekki fallegt." Það var í fyrsta sinn, sem ég sagði það.. Ég átti eftir að segja það aftur og aftur, því hann vctr alltaf að missa eitthvað á gólfið. En þá hafði ég ekkert hugboð um allt það erfiði, sem beið mín. Pabbi kom einu sinni til þess að skamma mig fyrir að hafa yfirgefið sig. „Mér er sama, hvað fyrir kemur, þú skalt ekki flýja til mín!" urraði hann. „Þú hefur fundið þér samastað, nú skaltu halda þig þar. Við skulum sjá, hvernig þér líkar að vera fátæk kotkerling, þegar fram í sækir!" Ef ég hefði verið dálítið eldri, hefði ég ef til vill átt betra með að þola einmanaleikann og stritið. Ef til vill hefði ég þá ekki búizt við, að líf mitt myndi gjörbreyt- ast, þegar ég giftist Lennie. Þar sem engar horfur voru á, að það mundi breytast, sá ég brátt, að ég hafði farið úr öskunni í eld- inn. Ég hafði hlaupizt á brott frá pabba til þess eins að fjötrast í engu betri þrælkun. ÉG VANN frá morgni til kvölds. Ég varð að matreiða handa öll- um vinnumönnunum. Ég varð að halda bröggunum — sem þeir sváfu í mánuðina, sem þeir unnu á ökrunum — hreinum. Ég þurfti líka að taka til í stóru, óþægilegu húsi, og Ben var alltaf fyrir. Ég neyddi sjálfa mig til að vera vin- 38 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.